Vorið - 01.12.1965, Síða 26

Vorið - 01.12.1965, Síða 26
skyld.i ekki skemma þá neitt. Bara nota þá þangað til hann kæmi heim. Hann skyldi svo reyna að finna eigandann seinna. Hann rétti út hendina og tók skóna. Þeir voru léttir og fallega lagaðir. Hann flýtti sér að fara í þá, og þeir voru mátulega stórir. Villa þótti skórnir mjög fallegir. Hann stóð á fætur til að reyna þá. Já, það var eins og þeir væru sniðnir á hann. „Eg verð líklega að halda niður eftir,“ sagði hann. „Eg er kominn svo anzi langt uppeftir, og mamma hefur varað mig við að fara langt upp eftir fjallinu. Hann sneri við og ætlaði að ganga fram hjá forarmýrinni, en hon- um til mikillar undrunar tóku nú skórn- ir af honum stjórnina og stefndu upp fjallið. Já, reyndar stefndu þeir upp fjallið, í stað þess að ganga niður eftir. Villi skildi þetta ekki. Hann reyndi að ganga niður brekkuna, en hann gat það ekki. Hann reyndi að þvinga fæt- urna til þess, en það reyndist ómögu- legt. Fæturnir vildu ekki hlýða. „Þetta er nú ekkert gaman,“ hugsaði Villi. „Æi, hvers vegna var ég að taka þessa skó? Ég mátti vita, að hér væru einhverjir galdrar á ferðinni. Hvernig hefðu þeir annars allt í einu átt að liggja þarna fyrir framan mig? En það er gagnslaust að hugsa um þetta. Ég verð víst að fara þangað, sem skórnir bera mig. — Skyldi ég svo ekki geta tekið þá af mér? En fætur Villa vildu ekki nema stað- ar á meðan hann reyndi að fara úr skónum, svo að hann varð að halda áfram. Og fæturnir báru hann lengra og lengra upp fjallið og loksins var hann kominn að dálitlum steintröppum og fram undan sá hann litlar dyr. Þegar hann kom að dyrunum, opnuð- ust þær sjálfkrafa og dvergur í grænum og rauðum klæðum gægðist út. Dverg- urinn fór að flissa, þegar hann sá Villa. „Jæja, loksins veiddu skórnir mínir vel,“ sagði hann. „Það var nú fínt.“ „Þú hefur alls ekki leyfi til að leggja svona gildrur,“ sagði Villi ákafur á meðan fæturnir báru hann inn úr dyr- unum. „Taktu af mér skóna tafarlaust og lofaðu mér að fara heim.“ „Ja, sei-sei! Hlustið bara á hann!“ sagði dvergurinn og hló hrossahlátur. „Nei, karl minn, nú er ég búinn að ná þér og ég hef hugsað mér að sleppa þér ekki. Þú skalt ekki reyna að taka af þér skóna, því að það er tilgangslaust. Þeir eru undir áhrifum galdra, og það er aðeins hægt að ná þeim af þér með göldrum.“ „Jæja — nú er ég hérna. Hvað hef- urðu svo hugsað þér að gera við mig?“ spurði Villi. „Mig vantar sendisvein,“ svaraði dvergur.inn. „Ég á mikil viðskipti við tröll og álfa, sem ég sendi alls konar töfraþulur, mig vantar einhvern til þess- ara snúninga. Ég held að þú hentir mér vel. Þú lítur út fyrir að vera bæði sterk- ur og viljugur.“ „Eg skil ekki hvers vegna ég þarf að sendast til og frá fyrir þig, ég vil fara heim,“ sagði Villi. „Hvernig vogar þú þér að tala svona við mig,“ öskraði dvergurinn sótvondur. „Ég get breytt þér í pöddu, ef ég vil.“ „Jæja,“ andvarpaði Villi. „Ég held að jrað sé þá bezt að ég verði sendisveinn 168 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.