Vorið - 01.12.1965, Síða 28

Vorið - 01.12.1965, Síða 28
á Langskeggi tröllkarl að fá, og þetta á álfurinn Pínulítill aÖ fá, og þetta skaltu fá risanum Glerauga.“ „En, ég veit ekki hvar þeir eiga heima,“ sagði Villi. „Töfraskórnir munu sjá um það,“ sagði Trimmi. Og það var rétt, þeir sáu fyrir því. Þetta var allt svo ein- kennilegt. Fæturnir lögðu af stað upp fjallið aftur, þangað til þeir komu að skógarhæð einni. Inni í skóginum var hár turn, sem engar dyr voru á, en þar var lítið og laglegt spjald, sem á var letrað: Langskeggur tröllkarl. „Þetta er einkenn,ilegt,“ sagði Villi við sjálfan sig og reyndi að koma auga á dyr á turninum. Það er ekki hægt að vita, hvernig á að komast inn. Hann barði á turnvegginn. „Kom inn — kom inn!“ var skrækt fyrir innan. „Hvernig á ég að geta það, þegar engar dyr eru sjáanlegar?“ spurði Villi. „0, kæri vinur, nú hef ég gleymt að setja dyrnar á sinn stað,“ sagði röddin fyrir innan. „Komið aftur, dyr.“ Og í sama bili komu í Ijós dyr á turnveggnum. Villi starði á þetta alveg orðlaus af undrun. Svo opnaði hann dyrnar og gekk inn. Hann kom í hring- laga herbergi. Þar sat gamall maður boginn í baki og las í gríðarstórri bók. Skegg hans var svo sítt, að það leit út fyrir, að það hyldi allt gólfið. Villi mátti vara sig á að stíga ekki ofan á það. „Gerðu svo vel,“ sagði hann. „Þetta er böggull frá dvergnum Trimma.“ „Jæja, jæja, ég þakka fyrir,“ sagði tröllkarlinn og greip böggulinn ákafur. „Nú máttu fara aftur.“ Villi gekk út, en svo undarlega brá við, að um leið og hann var kominn út, hurfu dyrnar á turninum. Þetta var undarlegt. Galdraskórnir gáfu honum ekki mikla hvíld. Þeir hlupu með hann út úr trölla- skóginum og yfir í hina hlið fjallsins. Þar var fjallið dimmt og grátt og kaldur vindur blés. Það íór hrollur um Villa. Hann fór að svipast um eftir heimkynn- um dvergsins Pínulítils. Það leit ekki út fyrir, að hér væri nokkurt hús eða bústaður af nokkru tagi. Framh. VORIÐ ÓSKAR ÖLLUM LESENDUM SÍNUM GLEDILEGRA JÓLA OG ÞAKKAR HLÝHUG Á LIÐNUM ÁRUM 170 VORIÐ «

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.