Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 29

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 29
BJARGAÐ ÚR LÍFSHÁSKA EFTIR MAGNE ÖSTBY Ketill í Haugum er úti í eldiviðar- skála að höggva við til jólanna. Hann er ekki í skólanum þessa viku og notar tímann til ýmissa verka fyrir heimilið. Hann er tólf ára, rauður í andliti og alvarlegur. Milli augnanna er hrukka, sem bendir á áhyggjur. Jafnt sagarhljóð- ið hljómar frá skálanum, er sögin smýg- ur gegnum þurran viðinn. Hann hefur raðað trjáviðarbúlka upp við einn vegg- inn. Það er ekki að ástæðulausu að Ketill er svona áhyggjufuilur. Eftir tvær vikur eru jólin, sem flestir hlakka til allt árið. En það verður víst lítið um jólagleði hór í Haugum að þessu sinni. Það kem- ur af slysinu, sem pabbi hans varð fyrir. Drukkinn ökumaður ók á hann, og hann hefur legið í sjúkrahúsi á þriðja mánuð og ekkert útlit fyrir, að hann kornist heim fyrir jól. Æ, þessi stöðugi drykkju- skapur, sem þau hér á Haugum verða einnig að líða fyrir, þó að þar sjáist aldrei dropi af áfengi. Ketill tekur öxina og klýfur rösklega næsta viðarkubb. Af þessu koma aðrar áhyggjur, sem þau verða að berjast við. Það hefur ekki verið létt fyrir móður hans að sjá heim- ilinu farborða, síðan pabbi hans slasað- ist. Utgjöld heimilisins eru þau sömu og þó nokkru meiri, þegar jólin fara í hönd. Síðast þegar þau heimsóttu föður hans í sjúkrahúsið heyrði hann, að hann minntist á, að þau yrðu sennilega að selja Gullrós, það mundi ekki hægt að komast hjá þvl. Þetta gekk honum til hjarta og hann sá, að móðir hans tók það einnig nærri sér. Þau höfðu átt Gull- rós eins lengi og hann mundi og hann drukkið mjólkina úr henni í uppvextin- um. Það var nærri því eins og að missa einhvern af heimilisfólkinu að ætla að farga henni. En ekki var nú annað sjá- anlegt. Þá var það, sem hann tók sína ákvörð- un. Hann ætlaði að hjálpa mömmu sinni, svo að hún þyrfti ekki að selja kúna. Var hann ekki orðinn 12 ára, stór og sterkur strákur? Uppi í fjalli átti hann rjúpnasnörur, og nú ætlaði hann að auka þær. Það gerði hann, en árangur- inn varð ekki sá, sem hann vænti. Það kom meðal annars af þessu stöðuga snjóveðri. Snörurnar hurfu í fönn, þeg- ar hann hafði snúið við þeim bakinu. Og ekki gat hann sinnt þessu nema aðra hverja viku, hina var hann í skólanum. Það, sem hann hafði veitt fram að þessu var lítið og mundi hrökkva slutt. Og nú voru aðeins tvær vikur til jóla. Þetta leit ekki vel út. Fjallshlíðin er öll hvít og snjórinn hylur trjágreinarnar, þegar Ketill leggur af stað daginn eftir til að vitja um snör- urnar. Trén beygja toppinn undir snjó- þunganum eins og gömul tröll með VORIÐ 171

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.