Vorið - 01.12.1965, Page 30

Vorið - 01.12.1965, Page 30
hrímaS skegg. Og upp yfir skógarhlíÖun- um gnæfir fjallskollurinn eins og gull- kúpull í sólskininu með himinblámann í baksýn. Loks hafði létt upp eftir snjó- komuna. Arvakur fylgdi Katli eins og venju- lega á þessum ferðum hans. Hann á erf- itt með að komast áfram í ófærðinni, en lætur það ekki á sig fá. Hann er lengi að leita að snörunum. Þær eru á kafi í snjó. Hann fær nokkrar rjúpur, en það er alltof lítið. Meðan hann er að hreinsa úr snör- unum verður hann var við skíðamann uppi í fjallshlíðinni. Maðurinn stefnir á Ketil og nú þekkir Ketill hann. Þetta er Eiríkur Berg, sonur skógareigandans niðri í sveitinni. Hann spjallar stundar- korn við Ketil og þurrkar svitann af enninu. Hann er að koma yfir fjallið frá því að líta eftir trjávið föður síns hinum megin við fjallið. Svo fer hann beinustu leið niður í byggðina. Ketill horfir á eftir honum, þar sem hann brunar niður snarbratta hlíðina. Allt í einu fatast Eiríki, hann hallast, nær aftur jafnvæginu en svo stingst hann og hverfur í snærokinu. En það gerist meira. Það verkar eins og sjónhverfing á Ketil, það sem hann sér. 011 hlíðin fer á hreyfingu, bylgjur myndast og dalir. Og af og til sér hann bregða fyrir blárri skíðablússu eða skíði. Að síðustu sézt ekkert nema hvít breiða eftir snjóflóðið, þar sem það ryðst niður í skóginn. Snjóflóð! Þetta orð vekur hrylling hjá Katli. Lausasnjórinn, sem stormur- inn hefur feykt í skafla í byljunum síð- ustu vikurnar, þoldi ekki þrýstinginn frá skíðamanninum. Ketill snarast niður 172 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.