Vorið - 01.12.1965, Page 34

Vorið - 01.12.1965, Page 34
SAMÁBYRGÐ EFTIR ESTER ZETTERLUND ÞátttakenduT: Fjórir drengir: Axel, Karl Davíð og Búi. Leiksvið: Skólastofa. AXEL: Heyrið þið, strákar, ef kennar- inn spyr nokkuð frekar eftir krónun- um, sem hurfu hér, þá verðum við auðvitað samtaka um að vita ekkert. BUI: Já, það er svo sem auðvitað. Og þetta verður allt auðveldara í dag, af því að Runi er 'hér ekki. KARL: En tókuð þið ekki eftir því, að kennar.inn grunaði Stíg? Og það væri slæmt hans vegna að sá orðrómur breiddist út. AXEL: Hvað gerir það til, þegar við vitum, að hann hefur ekki tekið pen- ingana? KARL: Jú, víst. Þið getið skilið, að honum muni ekki falla það vel að vera grunaður um óheiðarleik. Þið megið vera vissir um það. DAVÍÐ: En heyrið þið nú, drengir. Eg hef verið að hugsa þetta mál. Við vitum það allir, að ef einhver tekur eitthvað frá öðrum, þá er það ekki heiðarlegt. En erum við ekki sam- sekir, ef við höldum hlífiskildi yf.ir þeim, sem er sekur, svo að hann kemst undan refsingu? AXEL: Þú átt við, að v.ið höfum þá einnig gerzt brotlegir? Já, við er- um það að vissu leyti, en sem félagar verðum við að halda hópinn. Ég vildi ekki vera í sporum þess, sem slúðrar um félaga sinn. KARL: Slúðrar! segir þú. Það er ekki rétta orðið. Hér er aðeins um það að ræða, að við svörum spurningum, sem kennarinn leggur fyrir okkur. DAVIÐ: Við viljum þó allir vera hug- aðir, en kannski er það hugleysi, að halda hópinn, þegar svona stendur á, jafnvel þótt v.ið höfum ekki hreint mjöl í pokanum. BÚI: Áttu við það, að við eigum að gera eitthvað það, sem kemur Runa í klípu? KARL: Hafið þið aldrei hugsað um það, drengir, að þegar einhver sér, að hann á ekkert á hættu þótt hann geri rangt og allt gengur vel, er eins víst, að hann haldi áfram með það? AXEL: Þú átt kannski við, að það geti orðið okkur að kenna, ef Runi heldur áfram, en sér ekki að sér? KARL: Já, á vissan hátt, ef við hindrum það, að sannleikurinn komi í ljós. BÚI: Ég verð að minnsta kosti ekki með í því, að við svíkjum félaga okkar. DAVÍÐ: Nei, það vill enginn okkar. En vitið þið, hvað við eigum að gera? Við ráðum Runa til að játa sjálfur það, sem hann hefur gert, 17$ VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.