Vorið - 01.12.1965, Page 37

Vorið - 01.12.1965, Page 37
Þú skalt hafa með þér fína nál og slíta hár af höfði þínu. Þú skalt sauma með því og þá sést alls ekki, að þarna var áður rifa. Konungurinn verður mjög hrifinn af þessu verki þínu, og þú færð þín laun fyrir. Gullsól flýtti sér nú upp að höllinni, og sagði, að hún ætlaði að gera við gluggatjölcl. Vel klæddur þjónn vísaði henni upp í turnherbergi og hún kom fljótlega auga á, hver gluggatj öldin voru rifin. Hún settist niður og fór að sauma rifuna saman með sínu eigin hári, og þar sem það var ennþá fíngerðara en silki, gat enginn séð, að þarna var saumur á tjaldinu, Þegar konungurinn frétti þetta, kom hann sjálfur til að líta á þetta meistaraverk. „Þetta verkefni hefur þú leyst vel af hendi,“ sagði hann ánægður, „og nú getur þú beöið um laun fyrir.“ Gullsól varð alveg örvilnuð, og vissi ekki, hvernig hún átti að koma orðum að því, sem hana langaöi til að biðja um, þar sem þetta var konungur lands- ins, sem stóð þarna andspænis henni, og það var ekki á hverjum degi, sem henni gafst tækifæri til að biðja hann bónar. Hún leit óttaslegin upp, en þá tók hún eftir því, að hann brosti til hennar, og þá fannst henni allt í einu, að hann hlyti að vera eins góður og vingjarnlegur eins og fósturfaðir hennar var. VORIÐ 179

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.