Vorið - 01.12.1965, Page 39

Vorið - 01.12.1965, Page 39
LATI HANS ENSK ÞJÓDSAGA ÞaS var einu sinni drengur, sem hét Hans. Hann bjó í litlu húsi ásamt móð- ur sinni. Þau voru afskaplega fátæk og höfðu ekki af öðru að lifa en því smá- ræði, sem móðirin fékk fyrir vinnu sína hjá hinum og þessum. En Hans var svo latur, að hann nennti ekkert að gera. Á sumr.in lá hann úti og sleikti sólskinið, en á veturna lá hann og vermdi sig hjá eldstónni. Og nú var farið að kalla hann Lata- Hans. Móðir hans fékk hann ekki til að hjálpa sér við heimilisverkin og að lok- um sagði hún við hann: „Ef þú nennir ekki að vinna fyrir fæði þínu, verð ég að láta þig fara.“ Þá væri honum nauð- ugur einn kostur að vinna til að geta lifað. Þetta var á mánudegi. Daginn eftir lagði hann af stað og fékk loks vinnu hjá bónda einum. Um kvöldið fékk hann eina krónu i kaup. En Lati-Hans hafði aldrei á ævi sinni átt peninga fyrr en nú. En á leiðinni heim týndi hann krónunni. „0, klaufinn þinn,“ sagði móðir hans. „Þú hefðir heldur átt að varðveita krón- una í vasa þínum.“ „Það skal ég gera næsta skipti,“ sagði Lati-Hans. Á miðvikudag fékk hann vinnu sem fjósadrengur hjá öðrum bónda. Um kvöldið fékk hann einn pott af mjólk fyrir vinnu sína. Lati-Hans minntist nú þess, sem móðir lians hafði ráðlagt hon- um og hellti mjólkinni í stærsta vasann, sem hann hafði. En löngu áður en hann komst heim, hafði öll mjólkin runnið úr vasa hans, eins og við mátti búast. „Guð hjálpi þér!“ sagði móðir hans. „Þú hefðir heldur átt að bera könnuna á höfðinu.“ „Það skal ég gera næst,“ sagði Lati- Hans. Á fimmtudag fékk liann aftur vinnu hjá þriðja bóndanum og nú fékk hann smjörsköku fyrir vinnu sína. Hann lét hana á höfuðið. En þegar hann kom heim, hafði smjörið bráðnað á höfði hans, því að heitt var úti og iítið sem ekkert eftir af því. „Guð hjálpi þér harn. Mikill óttalegur fáráðlingur ertu,“ sagði móðir hans. „Þú hefðir átt að halda á skökunni, þá hefði hún varla farið svona.“ „Það skal ég gera næst,“ sagði Lati- Hans. Næsta dag fékk liann vinnu hjá bak- ara einum og fékk stóran kött fyrir vinnuna. Hann tók köttinn og bar hann var- lega í báðum höndum, eins og móðir hans hafði sagt honum að gera. En hann var ekki kominn langt, þegar kötturinn tók að klóra hann og rífa, svo að hann varð að sleppa honurn. VORIÐ 181

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.