Vorið - 01.12.1965, Side 41

Vorið - 01.12.1965, Side 41
GÓÐA PRINSESSAN — SAGA LITLU BARNANNA — Það var einu sinni prins, sem bjó langt í burtu í ókunnu landi. Hann lang- aði til að gifta sig, og hafði heyrt um þrjár prinsessur, hverja í sínu konungs- ríki, en hann v.issi ekki hverja hann ætti að velja, því að þær voru allar mjög laglegar. Hann fór því á fund spekings nokk- urs til að leita ráða. Þetta var gamall, vitur maður með mikið hvítt skegg. Þegar spekingurinn hafði hlustað á prinsinn, hugsaði hann sig um og sagði: — Þú skalt fara og heimsækja allar prinsessurnar, en þegar þú kemur að hallarhliðinu skalt þú láta hundinn þinn Nú bar svo við, að dótturinn.i varð litið út um gluggann, þegar Lati-Hans íór framhjá. Asninn á haki hans baðaði út öllum öngum, og þetta var allt svo hlægilegt, að stúlkan tók að veltast um af hlátri, en í sömu andrá fór hún að tala og fékk heyrn. Pabbi hennar varð svo glaður, að hann efndi það loforð, sem hann hafði eitt sinn gefið, að hver, sem gæti komið dóttur hans til að hlæja, skyldi fá hana fyrir konu. Og þannig varð Lati-Hans allt í einu ríkur herramaður. Þýtt. — H. J. M. fara inn á undan þér. Og þú skalt kvæn- ast þeirri prinsessunni, sem tekur bezt á móti hundinum. Því engin prinsessa verður góð drottning, nema hún sé góð við dýrin. Prinsinn var ánægður með þetta svar og fór að heiman með litla hundinn á eftir sér. Hann hraðaði ferð sinni og lagði nótt með degi. Og þegar hann kom loks að hallarhliðinu í fyrsta kóngsrík- inu, var hann fullur eftirvæntingar. Prinsinn gerði eins og spekingurinn hafði sagt og sendi hundinn fyrst inn í hallargarðinn, þar sem prinsessan sat á hekk. Hún var falleg útlits í ljósbláum kjól og hafði litla kórónu á gula hárinu sínu. Hundurinn gekk til hennar, veifaði róf- unni og sagði: — Ég er svo svangur og þyrstur, vof-vof, getur þú gefið mér ofurlítinn mat og vatn? En þegar prinsessan kom auga á hundinn, varð hún alveg fjúkandi vond. — Snáfaðu út úr fallega garðinum mín- um, hrópaði hún. — Þú sem ert bæði svartur og Ijótur. Og hún rak hann út fyrir hallarhliðið. Utan við hliðið beið prinsinn. Hann hafði fylgzt með því sem gerðist, og var leiður yfir, að þessi fallega prins- essa skyld.i vera svona vond. Svo borðuðu þeir nestið sitt og héldu VORIÐ 183

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.