Vorið - 01.12.1965, Page 45
Þá hefur me$ lögum veríS stofnað
áfengisvarnaráð, sem skipaS er 5 mönn-
um, en áfengisvarnaráSunautur, sem er
embættismaSur ríkisins, er formaSur
þess. Skal hann vera ráSunautur ríkis-
stjórnarinnar um áfengis- og bindindis-
mál. Hlutverk ráSsins er aS stuSla aS
bindindissemi og vinna gegn neyzlu
áfengra drykkja. ÞaS skal, í stuttu máli
sagt, skipuleggja allar áfengisvarnir í
landinu. Undir þetta ráS heyra svo
áfengisvarnanefndir, sem eiga aS vera
starfandi í hverju sveitarfélagi á land-
inu, bæSi í sveitum og kaupstöSum.
Þá má telja þaS til áfengisvarna, aS
fyrirskipuS er meS lögum bindindis-
fræSsla í öllum skólum á landinu, sem
styrks njóta af almannafé. Hér á landi
eru allmiklar hömlur á sölu áfengis, og
bannaSur er meS öllu tilbúningur þess.
Sem stendur má hvergi hafa áfengis-
verzlun nema í Reykjavík og fjórum
kaupstöSum öSrum: Akureyri, IsafirSi,
SeySisfirSi og SiglufirSi.
Auk þess vinna svo ýmis frjáls félags-
samtök aS áfengisvörnum og boSun
bindindis. Má þar fyrst nefna GóS-
templararegluna, sem er elzt og fjöl-
mennust þessara félaga. Hún var stofn-
uS í Ameríku áriS 1851. HingaS til
lands fluttist hún áriS 1884, og var
fyrsta stúkan stofnuS 10. janúar þaS ár
á Akureyri og nefndist ísafold. Starfar
bún enn í dag. GóStemplárareglan hér
á landi telur hart nær 10 þúsund félaga,
þar af eru 5658 í barnastúkum hennar.
Þessi félagsskapur er útbreiddur um
allan heim, en fjölmennastur er hann í
SvíþjóS. (Tölur frá árinu 1955).
Hér má einnig nefna Samband bind-
indisfélaga í skólum og áfengisvarna-
nefndir kvenna. Á allra síSustu árum
bafa líka veriS mynduS samtök innan
ýmissa stétta til aS vinna á móti áfeng-
Áiið' 1953 seldi Áfengisverzlun rikisins áfengi fyrir 76,405,000,00 kr.
En það sania ár greiddi ríkissjóður 58,560,000,00 kr. til allra skóla-
og kennslumála.
VORIÐ 187