Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 47

Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 47
GAMLAR GATUR 1. Dýrið. Hvert er það dýr í heimi, harla fagurt að sjá, sk,reytt með skrauti og seymi, ég skýri þar ekki frá, að morgni á fjórum fótum, það fær sér víða fleytt, en gár þá eigi greitt? Þá sól hefur seinna gengið í sjálfan hádegisstað, tvo hefur fætur fengið, frábært dýrið það. Gerir um grund að renna, geysihart og ótt, og fram ber furðu skjótt. Þá sól hefur sezt i æginn og sína birtu ei ber, dregur á enda daginn, dýrið geyst ei fer. Förlast því að flestu, fætur ber það þrjá og þrammar þunglega þá. 2. Konunafn. Mér er i minni, mundur drottningar, silfur í sæ, sjö gullhringir, brattar borgir, búnor gulli, kóngs aðsetur. Konunafn er þetta. 3. Hvaða meyjar. Hvaða meyjar fara á fætur fyrst um leið og kvölda tekur, en eru á flakki allar nætur, unz að morgunn sofna vekur? 4. Hvað er þetta? Hér drattar handstuttur, háleitur, misfeitur. Sundhraður, salt veður, sidjarfur, búþarfur, veltist í vogbelti, veiðist á skrofheiði? 5. Hvaða spcgill. Hver er sá spegill, spunninn úr jörðu, bjartur að lit, en blettóttur nokkuð, i honum sér sig enginn maður, en annarra hugskot má í honum skoða? " 6. Hvaða stelpa? Á sléttlendi stelpa stóð, studd af ánamenni. Ymsir sugu úr henni blóð. Allt er nú úr henni. 7. Hver er ég? Býr mér innan rifja ró, reiði, hryggð og kæti. Kurteisin og kári þó koma mér úr sæti. 8. Hvaða seggir? Saman hanga seggir tveir, við saurugt búa. Næturkulda þola þeir og þrældómslúa. Ráðningar á bls. 184. VQRIP 189

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.