Vorið - 01.12.1972, Side 14
Eru til litir, sem við sjáum ekki?
Hver er sá veggur víöur og hár,
vcenum settum röndum;
gulur, rauður, grœnn og blár,
gerður af meistara höndum?
Heili okkar hefir tök á því, að taka við
áhrifum frá ljósöldum utan við okkur, sem
berast honum gegnum augað og sjóntaug-
arnar. Þessi ljósáhrif greinir hann í ýmsa
liti. Þó að okkur sýnist sólskinið gult eða
gylt á litinn, þá eru í því margar tegundir
litgeisla, eins og sýnir sig, ef það fellur
gegnum glerstrending, eða ef sól skín á
úða af fossi, eða í regnskýi. Þá brotna
geislarnir og mynda friðarboga.
Bf við berum alla liti, sem mannlegt,
auga getur greint, saman við nóturnar á
orgeli, eða slaghörpu, þá svara litirnir til
einnar einustu áttundar (átta nótna). Lit-
irnir fyrir ofan og neðan þessa áttund eru
til, þó að við getum ekki séð þá.
Ef augu okkar gætu séð þá, þá væru þeir
óefað ólíkir öllum þeim litum, sem við
þekkjum.
Það, sem er neðan við rauða endann á
áttundinni, sem við sjáum, myndi líta út
eins og aðrir litir, en sem okkur er auðvit-
að ókleift að ímynda okkur. Og það sem
er ofan við fjólubláa endann á áttundinni,
bæri okkur nýja og óþekkta liti, sem alltaf
hafa þó verið til.
Nú hafa vísindamenn sannað það skýrt
og greinilega, að skordýr, t. d. maurar,
geta séð litgeisla utan við hina fjólubláu,
geisla sem augu okkar eru blind fyrir.
Hvernig þeir líta út fyrir þeirra sjónum,
er okkur hulin ráðgáta. Samt sem áður er
gaman að vita til þess, að til eru lífverur,
sem geta skynjað fleiri nótur en áttundma
okkar, — verur, sem eru skyggnar á undur
og æfintýri heilla ljósheima, sem lokaðir
eru mannlegum augum.
SKRÍTLA
Franska heilbrigðisráðuneytið lét nýlega
framkvæma ýmsar rannsóknir í sambandi
við heilbrigðismál, og þá kom í ljós, að
einungis fjórði hver Prakki átti tann-
bursta, og að minna en 10 prósent af
frönsku þjóðinni burstaði tennurnar
reglulega.
Á 15 af hundraði þeirra heimila, sem
notuðu tannbursta, voru allt upp í fimm
manns um sama burstann!
Þetta gefur tilefni til að rifja upp
gamla sögu um tvo menn, sem ferðuðust í
sama klefa á farþegaskipi. Þegar annar
vaknaði einn morguninn, sá hann hvar
hinn var í óða önn að bursta í sér tenn-
urnar með tannbursta þess fyrrnefnda.
Hann sagði því reiðilegri röddu: „Hvað í
ósköpunum eruð þér að gera? Þetta er
tannburstinn minn, sem þér eruð að
nota.“
„Ó, svaraði hinn, „þér verðið að afsaka.
en ég hélt að hann tilheyrði skipinu.
14
VORIÐ