Vorið - 01.12.1972, Page 28

Vorið - 01.12.1972, Page 28
stór bœr, Eden að naí'ni. Þaðan hljóta að vera greiðar samgöngur til Melbourue.“ „En „Duncan“ ?“ spurði Yrton. „Væri eksi rétt að láta hann sigla til Tvvofoldflóa?“ „Hvað sýnist þér, John?“ spurði greifinn. „Ég held, að við ættum ekki að láta okkur óðs- lega með það,“ mælti skipstjórinn, er hann hafði hugsað málið. „Það verður nógur tími til þess að koma orðsendingu til Tom frá Eden.“ „Já, það er augljóst mál,“ bætti Paganel við. „Þú athugar það,“ hélt John áfram, „að við verðum komnir á áfangastað eftir 4—5 daga.‘ ‘ „Eftir 4—5 daga,“ endurtók Yrton. „Þér skul- uð heldur segja 14—15 daga.“ „Haldið þér, að við verðum 14—15 daga að fara þessa leið?“ spurði Glenvan. „Já, við verðum ekki skemur, herra greifi. Þér athugið það, að við eigum oftir ófarinn versta liluta Viktoríufylkis, um vegleysur og alls konar farartálma. Auk þess eigum við eftir að komast yfir Snowyfljót, og það tefur okkur að þurfa að bíða, þar til fer að draga úr fljótinu." „Bíða?“ mælti John. „Er ekki hægt að finna vað á fljótinu?“ „Eg hef ekki trú á því,‘ ‘ sagði Yrton. „Eg hef verið að leita að því í morgun, en hvergi fundið.“ „Við getum smíðað okkur bát,“ sagði Eóbert. „Við fellum eitthvert tré og holum það innan.“ „Nú talar sonur Grants skipstjóra,“ mælti Paganel hróðugur. „Eóbert hefur rétt að mæla,“ sagði John. „Við eigum ekki um neitt annað að velja, og það er tilgangslaust að bíða hér og eyða tímanum með skrafi.‘ ‘ „Það væri gott að fá að heyra skoðun Yrtons fyrst,‘ ‘ mælti greifinn. „Skoðun mín/ ‘ herra greifi, er sú, að ef við fáum ekki hjálp, verðum við að bíða hér að minnsta kosti í mánuð.“ „Hafið þér ekki á boðstólum neina betri úr- lausn?“ spurði John dálítið óþolinmóður. „Jú, ég legg til, að „Duncan“ verði látinu sigla frá Melbourne til Twofoldflóa." „Allt snýst það um „Duncan“. En hvað gæti það hjálpað okkur hér, þótt „Duncan“ lægi á Twofoldflóa? Hvernig ætti það að létta okkur förina þangað?“ Yrton hugsaði sig um andartak, en þegar hann tók til máls, gaf hann ekkert svar við þessari spurningu. „Eg vil ógjarnan neyða ykkur til að fallast á þessa skoðun mína, en ég lít svo á, að það væri okkur öllum fyrir beztu, og ég væri fús til að leggja af stað samstundis, ef það væri vilji herra greifans.‘ ‘ „Þetta er ekkert svar, Yrton,1 ‘ mælti Gleuvau. „Pærið rök fyrir máli yðar, og að því búnu mun- um við taka þau til athugunar.* ‘ „Skoðun mín er þá í stuttu máli þessi/ ‘ mælti Yrton: „Við eigum að bíða hjálparinnar hér, og sú hjálp getur aðeins komið frá „Duncan“. Ein- hver okkar fer með orðsendingu til skipstjórans um að sigla nú þegar austur í Twofoldflóa. Þaðan kemur svo fótgangandi lijálparleiðangur til móts við okkur hingað.“ „Þetta er nú ágætt, Yrton/ ‘ mælti Glenvan. „Tillaga yðar er þess verð, að hún sé tekin til athugunar. Þetta mun tefja ferð okkar mjög, en leysir okkur hins vegar frá ýmsum hættum. Hvei't er álit yðar, vinir mínir?“ „Lofaðu okkur að heyra álit þitt, Lindsay/1 sagði Helena. „Þú þegir, þegar aðrir ráða ráðuni sínum.‘ ‘ „Ef þið viljið lieyra mitt álit,“ mælti majór- inn, „þá skal ég láta það í ljós afdráttarlaust: Yrton mælir eins og hyggnum manni sæmir, og ég fellst algerlega á tillögu lians.“ Þessu höfðu menn sízt búizt við frá majórnum, því að hingað til liöfðu þeir Yrton sjaldan verið sammála. Jafnvel Yrton leit hissa á majórinn, en vegna þess að þetta sama liafði vakað fyrir öllum hinum, féll þessi siðasta yfirlýsing í góðan jarð- veg. Glenvan tilkynnti því, að tillaga Yrtons væri samþykkt, og því næst mælti hann við John: „Telur þú ekki rétt, að við bíðum hér á fljóts- bakkanum?' ‘ ,Ég lít svo á,“ mælti John, „að ef einhver okk- ar, sem fer þessa sendiför, getur komizt yfir ána, getum við alveg eins komizt það öll.“ Yrton brosti eins og sigurvegari og mælti: „Það er ekki nauðsynlegt, að sendimaðurinn fari yfÞ' fljótið. Hann getur alv§g eins farið veginn, sem liggur til Lucknow. Þá leiö er einnig hægt að fara til Melbourne.“ „Það er löng leið fyrir fótgangandi mann," sagði skipstjórinn. „Hann fer ekki fótgangandi. Við eigum enn eftir einn góðan roiðhest; á honum or liægt a‘ð fara þessa leið á fjórum dögum. Þar bætast svo við tveir dagar, en á þeim tíma ætti „Duncan“ að geta siglt til Twofoldflóa. Við þennan tíma 28 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.