Vorið - 01.12.1972, Page 34

Vorið - 01.12.1972, Page 34
reyndar sleðinn rauður að utan og blár að innan. Hans veit ekki, hvað hann á að segja. Loks segir hann: „Mikill bjáni er ég. Hvernig á ég nú að komast heim?“ „Ja,“ segir jólabarnið, „hestinn þarf ég sjálfur að nota; en bíddu við, ég á hér í vasa mínum tvo undurfagra drauma; þá spenni ég fyrir sleðann þinn, og þá skaltu sjá, að ferðin gengur eins og í sögu. Og sjáið þið nú til! Þessir tveir undur- fögru draumar þöndu út vængi sína og fluttu drenginn aftur heim til sín. Hann er nri svo þægilega þreyttur, og í fjarska heyrir hann rödd jólabarnsins: „Vertu sæll, litli drengur, vertu sæll!“ Síðan líð- ur hann mjúklega yfir fjall og dal, yfir vatnið breiða og þöglan greniskóginn. Um morguninn liggur drengurinn aftur í mjúku rúmi sínu og veit ekki hversu slíkt má vera. „Mamma, mamma!“ segir hann og nuddar stírurnar úr augunum á sér, „sýndu mér fljótt sleðann minn.“ Og þegar drengurinn skoðar sleðann, þá — en hvaða ósköp eru nú þetta, — þá er hann aftur orðinn rauður að innan og blár að utan. ☆ BERGSTAÐASTRÆTI 27 SÍMI 10448 ALLSKONAR PRENTUN prentsmicJja FLJÓTT OG VEL ! Krossgöíur framh. af bls. 8 En þegar dagur rennur, þá á maður að standa upp og segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“ Þá hverfa allir álfar, en allur þessi álfa- auður verður eftir, og liann á þá maður- inn. En svari maður eður þiggi boð álfa, þá er maður heillaður og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi. Því varð manni, sem Fúsi hét og sat úti á jólanótt, og stóðst lengi, þangað til ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Púsi við og sagði það, sem síðan er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað.“ Beit hann þá bita sinn úr flotskildinum og trylltist og varð vitlaus. Jón Sigurðsson forseti. RÁÐNINGAR Á GÁTUM. 1. Hettusótt. 2. Ljár. 3. Hattur. 4. Svipa. 5. Ásný (kvenmannsnafn). 6. í orðinu tólf eru fjórir stafir, og ef tveir þeirra eru teknir burt, eru tveir eftir. VORIÐ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla farsæls komandi árs! 34 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.