Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1928, Side 24

Bjarmi - 01.11.1928, Side 24
248 BJARMI Strandarkirkja. Hr. ritstj., cand. S. Á. Gíslason I Hjer með sendi jeg yður ávísun upp á eitt hundrað krónur, sem er áheit eða gjöf frá mjer til Strandarkirkju, og bið jeg yður um að gjöra svo vel að leggja þær í Aðaldeild Söfnunarsjóðs íslands, svo að þær ávaxtist þar, — með öðrum áheitum á Strandarkirkju, sem kunna að bætast við, — uns sjóður þessi, sem nefna mætti »Prestalauna- sjóð Strandarkirkju«, er orðinn svo mikill, að ársvextir hans hálfir eru jafnir meðal prestslaunum í hinni evangelisk-lútersku kirkju á íslandi. Er þá biskup íslands (eða Skálholts- biskup) beðinn um, — eða guðfræði- kennarar Háskóians eða aðrir góðir kennimenn, ef þörf gerist, — að fara þess á leit við löggjafarvald ísjands, að stofnað sje sjerstakt prestsembætti við Strandarkirkju, og skal þá hálf- um ársvöxtum sjóðsins varið til að launa prest hennar. Skulu laun hans vaxa eftir því sem hálfir áisvextirnir aukast, uns þau eru orðin jafnhá hin- um hæstu föstu prófessorslaunum í guðfræðisdeild Háskólans. Hinn helm- ing ársvaxtanna, ásamt væntanlegum áheitum eða gjöfum til Strandar- kiikju, skal jafnan leggja við höfuð- stól sjóðsins. Biskup lslands, varabiskupar þess (eða biskuparnir í Skálholts og Hóla biskupsdæmum, ef þau verða endur- reist), kennararnir í guðfræðisdeild Háskólans og þrír fulltrúar úr söfn- uði Strandarkirkju velji hinn ágætasta prest til Strandarkirkju, sem kostur er á í hvert sinn, prest, sem hefir bæði vilja og hæfileika til að efla kristin- dóminn á íslandi, og gefur biskup út veitingarbrjef hans. Nú vex þessi »Prestalaunasjóður Strandaikirkju« svo mikið, að eigi þarf allan helming ársvaxtanna til að launa prest hennar; skal þá nota afganginn til að launa sjerstaka, ágæta og áhugasama presta á hinum fornu biskupssetrum Skálholti og Hólum, og á Pingvöllum, eða til að bæla laun þeirra, ef staðir þessir hafa eignast presta, sem eru eigi launaðir svo vel sem prestur Strandarkirkju, og síðar til að fá öðrum merkum kirkjum góða, sjer- staka presta. — Biskuparnir og guð- fræðikennararnir, ásamt þremur full- trúum úr hlutaðeigandi söfnuði veiti prestsembætti þessi. Eftirlaun skal sjóðurinn greiða prestinum að Strandarkirkju og þeim prestum, er hann launar að öllu. Nú vill löggjafarvaldið eigi stofna sjerstakt prestsembætti við Strandar- kirkju. Ef söfnuður hennar verður þá framvegis evangelisk-lúterskur og vill gerast fríkirkjusöfnuður við Strandarkirkju, til þess að hún geti eignast sinn eigin prest, þá skal hann eiga rjett til þess að fá laun og eftir- laun úr sjóði þessum handa presti kirkjunnar. Eins má fara að, ef lög- gjafarvaldið vill eigi stofnsetja sjer- stök prestsembætti, ríkissjóði að koslnaðarlausu, á biskupssetrunum gömlu eða öðrum gömlum kirkju- stöðum. Sjóður þessi skal vera undir yfir- stjórn hins evangelisk-lúterska bisk- ups á íslandi (eða i Skálholtsstifti) og tveggja kennara úr guðfræðideild Háskólans, sem skulu kosnir til þess af deildinni sjálfri. Pá ársvexti, sem falla til útborgunar, skal Söfnunar- sjóðurinn greiða biskupi, og varð- veitir hann þá í tryggilegum spari- sjóði, ef hann greiðir þá eigi þegar til prestslauna. — Ef Strandarkirkja kynni að eyðileggjast, og landbrot eða annað gerði það ómögulegt að endurreisa hana, þá skal sjóðurinn

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.