Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1931, Side 11

Bjarmi - 01.12.1931, Side 11
B J A R M I 187 (Fusiyama okkar Islending-a), og Ixdir samjöfnuð: Háar hamrabrúnir, urðir og grœnar hlíðar, skógur, djúpir dalir, ár og lækir, fossar og stöðuvötn. Þetta hefir hefir okkur þótt viðbrigði. I Tengchow hagar álíka til og ef alt Island væri flatt eins og Rangárvellirnir. Og svo er þjett- býlið svo mikið, að manni er naumast frjálst að stíga fæti annarstaðar, en á kristniboðsstöðinni. Við verðum að hraða okkur, ef ekki á að fara fyrir okkur eins og Hudson Tay- lor, er burðarmennirnir stálust frá honum með peninga og pjÖnkur. Til Kiugjang komum við að kvöldi. Er það stór lendingarstaður á bökkum Yang- tsiðgjang. Af húsunum þar mun nálega helmingurinn hafa hrunið í vatnsflóðinu í sumar. Vatnið er farið að sjatna, en þó verður maður að róa í bátum um göturn- ar. Við klöng'rumst upp í aðra hæð á gisti- húsinu. Neðri hæðin er farin að grotna niður. Leggur illan daun af saur og vatni, sem búið er að standa í tvo mánuði. Seint um kvöldið var okkur róið um borð í japanskt eimskip, á leið til Hankow. Vor- um við þvi fegnir. I Kiugjang er ekki að- eins óvistlegt. En þar var farið að bera mjög á kólerusótt; það hræddumst við þó að við værum bólusettir áður en við lögð- um af stað. Ferðalaginu upp eftir Yangtsiðgjang að þessu sinni munum við seint gleyma. Manni fanst skipið vera svo óviðkunnan- lega hátt á vatninu. Bakkarnir voru sokknir. Maður getur horft yfir trjátopp- ana, húsþökin og þorpin á fljótsbakkanum, óendanlega langt, eins og ef skipið væri komið út í rúmsjó. Fljótið hefir rutt all- ar hömlur, gerðar með manna höndum, úr vegi sínum. Tugir þúsunda manna hafa orðið að flýja til hæðanna og hálsanna báðu megin sljettlendisins. Hve mörg lík hafa rekið niður eftir Yangtsiðgjang á þessu sumri, veit enginn með fullri vissu, En alheimi er nú kunn orðin neyð eftir- lifandi manna á flóðsvæðinu. Það var erfiðleikum bundið að komast ferða sinna í Hankow. Eftir að hafa þráttað hæfilega lengi um borgunina, tókst okkur að leigja bát. Verð- lag er óákveðið í Kína, hvort sem um vinnu er að ræða eða vörur. Ef kaupandi og seljandi eru álíka sanngjarnir báðir, til að byrja með, mætast þeir að lokum miðja vega og verða á eitt sáttir um sannvirði. Fer mikill tími í þetta fyrir Kínverjum, en svo fá þeir góða æfingu í mælsku, og er ])að fögur íþrótt! Vatnið er farið að grynka á götunum. Ekki leið á löngu áður en báturinn kendi grunns. Auðvitað kom það ekki ræðaran- um á óvart, en þó var um samið, að hann flytti okkur alla leið til járnbrautarstöðv anna. Hann varð að fá fulla borgun, en við urðum að semja um handvagna, bæði fyrir sjálfa okkur og farangurinn. Þvi miður reyndust ekki handvagnarnir hóti betur en báturinn. Skamt frá járnbraut- arstöðinni fóru þeir alveg á kaf, og við urðum nú að ná í bát aftur. Landið er nokkru lægra fyrir norðan Hankow en inni í bænum. Þar var alt i kafi, nema húsþökin, trjátopparnir og járnbrautarstöðin, en hún er allmikið upp- hækkuð. Meðfram járnbrautinni eru tvær margþættar símalínur. Flestir símastaur- arnir voru dottnir og stóðu á hausnum, með neðri endann upp úr vatninu. Herflutningar voru miklir á járnbraut- inni. Hermennirnir eru illa liðnir, og al- staðar óvelkomnir. — Ekki söknuðum við föruneytisins, er við stigum af lestinni í Hwayuen, eftir sjö tíma akstur. Tilgangur okkar var að komast þaðan í bíl, alla leið til Laohokow. Ferðuðumst við með þeim hætti, á hálfum öðrum degi til Hankow í vor. Þið munuð minnast þess úr fyrri ferðasögum mínum, að venju- lega höfum við orðið að fara með fljóta-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.