Bjarmi - 01.12.1931, Síða 34
210
BJARMI
inn allherjar komi og sópi brott þessu
fólki, sem kvelur og kvelst svo ógurlega?
En hver getur svarað? Hver þekkir vegu
hans og ráð, sem stýrir alheimi? Blóð
píslarvotta hrópar. Kveinstafir smælingja
stíga í hæðir. Hvað stoða hátíðir? Hvar
er jólafriður? Hátíðir með veraldarblæ
stoða lítið, en boðskapur jólanna er samt
eina meinabótin, eina ljósið í myrkrinu,
þar sem hjörtun eru opin. Væru engin
jól — væri lífið á jörðu helmyrkur.
»Lof sje Guði og föður Drottins vors
Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn
sinni hefir endurfætt oss til lifandi von-
ar,« syngja kristnir píslarvottar vorra
tíma alveg eins og fyrrum. »Frelsarinn er
fæddur á jörð og hann er hjá oss nú og
flytur oss heim til sín, brott frá synd og
hörmungum. Þótt sárin svíði og tárin
hrynji, veitir hann oss óskiljanlegt þrek
og dýrlegan unað í samfjelagi sínu og
bjargfasta von ,um eilífðarsælu.«
Þannig hafa raunabörnin vitnað í nærri
20 aldir, raunabörn, sem elskuðu jólabarn-
ið, höfðu reynt það að blóð Krists frels-
ar frá synd og kvíða.
En óttalegt er um að hugsa, hvað marg-
ir vita ekkert enn um kom,u frelsarans,
eða sem er enn hræðilegra, vanrækja vilj-
andi að leita til hans í alvöru, en leita
heldur styrks í draumórum eða gleymsku
1 helmyrkri. —
»Vaklð lærisveinar! Starfið biðjandi,
biðjið starfandi, til að bjarga þeim sem
þjer náið til«. Það er boðskapur hæða á
annari eins jólahátíð. Nú er enginn tími
til að »eiga frí«, — en innan lítillar stund-
ar tekur við e'ilífur jólafagnaður heima
hjá Drottni fyrir alla sanna lærisveina
frelsarans, og þá eru allar raunaspurning-
ar og hörmungar horfnar í úthaf gleymsku.
Heilir til hjálpar! Hugrakkir í hörmum!
Öidátir í örbyrgð! ösirandi í baráttu ljóss-
gegn myrkri. Það er jólahvöt vor.
Ofurlítið kraftaverk.
Kristniboðinn E. Stanley Jones skýrir
frá því í bók sinni »The Christ of the
Indian Road« (Kristur á vegum Indverja),
að fræðimenn indverskir hafi oft og tíð-
um lagt fyrir sig spurningar um trúmál,
sem miklu skifti, að rjett væri svaraó.
Hann getur þess t. d., að ein,u sinni hafi
30 lögfræðingar yfirheyrt hann og lagt
fyrir hann flækju-spurningar, í von um að
geta afsannað biblíulegar röksemdir hans,
»En biblíu-orðið reyndist satt«, segir hann.
Hann skýrir frá því, meðal annars, að
einu sinni hafi Indverji spu.rt sig á þessa
leið: »Getið þjer bent mjer á biblíuvers,
þar sem Jesús sjálfur kallaði sig Guðs
son? Ekki þar sem lærisveinar hans eða
einhverjir aðrir kalla hann það, heldur
ha nn sjálfur«.
Mjer fanst sem jeg væri að hníga nið-
ur í gólfið. Jeg mundi það ekki (í svipinn),
hvar slík ummæli var að finna, og nú
heimtaði spyrjandinn, að jeg skyldi benda
á þau.
Jeg tók nýjatestamentið mitt, með bæn
til Guðs um að finna þetta vers. Þegar jeg
svo opnaði bókina, varð mjer fyrst litið á
alt annað vers en það, sem jeg ætlaði að
finna; fyrir mjer varð versið, þar sem
Jesús fann blinda manninn, sem hann
hafði læknað og spurði hann: »Trúir þú á
Guðs-soninn? Hann svaraði og sagði: Og
hver er sá, herra, að jeg geti trúað á
hann? Jesús sagði við hann: Þú hefir þeg-
ar sjeð hann og það er hann, sem við þig
talar« (Jóh. 9, 35.—37.).
Jeg las upp þessi vers, eins og jeg hefði
einmitt verið að leita að þeim! Þeir (spyrj-
endur) fengu aldrei að vita um litla kyr-
láta kraftaverkið, sem Guð hafði gjört, til
að láta rætast fyrirheitið um það, að þaö
sem vjer eig,um að segja, skuli verða gefið
oss á þeirri stundu (Matt. 10, 19.). En jeg