Bjarmi - 01.12.1931, Qupperneq 39
BJARMI
215
að láta mig hjai-a heimi i,
feginn vil jeg, faðirinn góði,
fara til þín úr þvi.
Á miðaftni mun þverra
máttur allur og þrótt;
græði minn góði herra
af gæsku dag sem nótt
gjörvöll min mein og synda sár.
Eilífur Jesús unn mjer þess
mín iðran verði klár.
Enn vil jeg hugann herða,
af hryggri kalla raust,
við mun Jesús verða,
það veit jeg efalaust,
á náttmálum að náða mig,
mildi Jesús, meyjar son,
minstu hvers jeg bið.
A sjálfu sólarlagi
sendi mjer Jesús náð.
Pað trúi jeg hörmum bægi,
og heftist sorgin bráð,
er nú dagur á enda hjer,
feginn vii jeg, faðirinn góði,
fá að vera hjá þjer.
Fyrir ættmenn mina alla
eilífan Guð jeg bið,
bæði konur sem kalla,
keypt hefir hann þ'eixn frið,
blessaður Guð með blóði sín;
högg og pústur herrann leið
fyrir hryggileg afbrot mín.
Bundinn og barinn með vöndum,
blessaður Guðs son var,
fjötraður fótum og höndum,
fárlega pínu hann bar,
harðlega negldu þeir hann á kross.
Drottinn þoldi dýrstur neyð,
dundi benja foss.
Fljótt á krossinn færðu
frelsarann, Jesúm Krist,
gaddar Guðs son særðu
gegnum lófa og rist,
höfuð hans þoldi harða pín,
fyrir benjar hans og blóðug sár
bið jeg þú lít til min.
Gáfu gall að drekka,
Guð, blesaður þjer,
leiðstu lángan ekka,
lausnari heimsins hjer;
mæltir þá í síðasta sinn:
»1 þínar hendur, faðirinn góði,
fel jeg anda minn«.
Einn af ilsku lýðum
ill með grimdar hót,
lagði i lausnarans síðu
Lunganus með spjót,
blóð og vatn úr benjum rann,
þinn hjartadreyri, herra minn,
heiminn yfirvann.
Blessað blóðið rauða
úr benjum Jesú rann,
sig Drottinn gaf í dauða,
djöfulinn yfirvann,
kláru verði keypti hann mig,
Hjer fyrir vil jeg, Herrann góði,
heiðra og lofa þig.
Oss leið á lífsins brautir
lofsæll meyjar son,
eru þá endaðar þrautir,
á eilifu lífi von,
virstu, minn Guð, að veita það
ásamt kristnum öllum hjer
öðlist þann sælustað.
Blessaðan Guð jeg beiði
fyrir blóðið lausnarans,
lífsins veg mig leiði
og ljómandi dýrðar krans
öðlast jeg þegar æfin þver,
minn góði Jesús, Guð og mann,
gef jeg mig allan þjer.
Amen.
Gúð nýung. Luthersstiftelsen i Osló og Lohse
í Kaupmannahöfn hafa nýverið »gefið út« all-
margar »grammofónplötur« með stuttum rreðum
og sálmasöng eftir ýmsa bestu menn þjóðar sinn-
ar hvor um sig. Geta þeir, sem dönsku eða norsku
skilja og »hljómvjel« eiga, hlustað þar á t. d.
Skovgaard-Petersen, Fibiger, Ussing, Hallesby,
Lunde biskup, Ludvig Hope o. m. fl. Hver »plata«
kostar um 5 kr. íslenskar hingað komin. Bjarmi
gæti hjálpað einhverjum um nokkrar norskar
»plötur«, en er ókunnugt um hvort leyft er nú
að flytja þær til íslands.