Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1931, Page 40

Bjarmi - 01.12.1931, Page 40
216 BJARMI Guðfinna S. Jónsdóttir. Garði — Ólafsíirði F. 1852 — d. 1930. Pín sál er hjeðan svifin og sára þrautin liðin, er bjó þjer banastund. að helgum himinsölum, horfin frá jarðlífs kvölum þú sofnaðir þinn síðsta blund. Vjer sjáum sætið auða og söknum þín 1 dauða, en fögnum frelsi þó, sem önd þin hlotið hefur voi' herrann sigur gefur, sem fús á krossi fyrir oss dó. En þótt vjer sáran syrgjum, og sífelt augu byrgjum, ef mæta mæðusár. Guðs heilög höndin blíða, burt hrindir öllum kvíða, og þerrar burt sjerhvert sorgartár. Pín minning mörgum lifir, þótt myrkur skuggi yfir hjer hvíli köldum ná. Vjef söknum sárt og grátum, en samt þó huggast látum uns fáum þig um síðir sjá. Lausnarans ljósið bjarta lifir nú þjer við hjerta, hvar elskan ætlð skin, íagnar þjer friðarandi fögru á sólarlandi, æfin manns þar sem aldrei dvín. Sra Ujarni Þorstcinsson, prófessor, varð sjötug- ur 14. október s.l. Hann er fyrir iöngu orðinn þjóðkunnur fyrir söngrit sín. Fyrsta bók hans (XX sönglög) komu út árið 1892, en síðar komu út margar aðrar, svo sem »hátiðasöngvar«, »is- (ensk þjóðlög«, Kirkjusöngsbók o. m. i'l. Sra Bj. Þorstei.nsson vigðist að Hvanneyri I Siglufirði haustið 1888 og hefir þjönað þar síðan. SuMaiaskólatiiiiiU i BMapst. Eftir Valgeir Skagfjörð, stud. theol. Sýnir þetta, að það hefir verið gert of mikið úr móttökuhæfileikuim barnanna. Okkur virðist það ligg'ja í augum uppi, en á þeim tímum lá það ekki eins og opið fyr- ir. En þrátt fyrir þessa veiku hlið, þá vek- ur það undrun manns, hvað fyrirkomulag- ið hefir í rauninni verið gott, þegar á alt er litið. Sem dæmi þess má nefna, að Raikes skipaði börnunum í flokka eftir aldri, 20 í hvern flokk, og þessum flokkum skifti hann svo aftur í 4 minni flokka, og var eitt barn valið úr hverjum þessara 5- barnaflokk, og átti það að vera einskon- ar foringi, gæta þess, að enginn órói ætti sjer stað og auk þess að hjálpa að nokkru leyti til við kensluna. Þessi aðferð og nið- urröðun er enn víða notuð í nýtísku sunnu- dagaskólum, og það er talið miður farið, af flestum, sem vit hafa á þessum málurn, ef svo er ekki. Með hjálp annars manns, Fox að nafni, stofnaði Raikes fjelag til eflingar sunnu- dagaskólastarfseminni í öllu hinu breska ríki, 7 sept. 1785. Og upp frá því breiddist hreyfingin svo ört út, að á fjórum árum jókst tala sunnudagaskólabarnanna úr 200 upp í 50,000. Nú var alveg hætt að borga kennurunum þóknun fyrir starf sitt, því að nú ijjekst nóg af kristnum sjáifboðalið- um. bæði ungum og gömlum, körlum og kon- um. Síðan Alþj.samb. var stofnað, á síðari hluta 19. aldar, hefir starfseminni fleygt fram, bæði hið ytra og hið innra. Hið ytra hefir hún vaxið svo, að nú eru alls í heim- inum um 320 þús. sunnudagaskólar með rúmlega 34 miljónum barna. Hið innra hefir starfsemin styrkst með aukinni þekkingu á sálarlífi barnsins, sem hefir orðið til þess að menn hafa tekið upp nýj- ar og betri starfsaðferðir. En það er fyrir utan svið þessarar greinar að lýsa þeim

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.