Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 3
Helgi Elíasson:
11
JOLIN - GJOF GUÐS
Þegar jólahátíðin nálgast, minnast margir
löngu liðinna jóla, - jóla bernskunnar, þegar allt
var svo fagurt, hlýtt og bjart og eitt lítið kerti á
borði varpaði undurfagurri birtu á einfalda og
fátæklega hluti svo þeir urðu fallegir og endur-
vörpuðu birtunni. Slíkum stundum gleymir
enginn sem lifað hefur. Fyrir mörgum verða
minningarnar ferskar og lifandi því sem næst á
hverjum jólum. Þær varpa birtu á lífsleiðina og
hlýju inn í vitundina.
Skáldið og presturinn Matthías Jochumsson
skírskotar til minninga bernskujólanna og af
skáldlegu innsæi dregur hann upp litríka mynd
af áhrifamætti jólanna, þrátt fyrir allan einfald-
leikann. Hann er heima með móður sinni og
bræðrum í ljóðinu „Jólin 1891“:
Kertin brunnu bjart í lágum snúð,
brœður fjórir áttu Ijósin prúð,
mamma settist sjálf við okkar borð,
sjáið, ennþá man ég hennar orð:
„Þessa liátíð gefur okkur Guð,
Guð, hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans gæsku aldrei sprytti rós,
án hans náðar dœi sérhvert Ijós.
Þessi Ijós, sem gleðja ykkar geð,
Guð hefur kveikt, svo dýrð hans gœtuð séð,
jólagleðin Ijúfa lausnarans
leiðir okkur nú að jötu lians. “
Síðan hófhún lieilög sagnamál,
himnesk birta skein í okkar sál;
aldrei skyn né skilningskraftur minn
skildi betur jólaboðskapinn.
Ljá méi;fá mér litlafingur þinn,
Ijúfa smábarn; livar er frelsarinn?
Fyrir hálmstrá herrans jötufrá
hendi ég öllu: Lofti, jörðu, sjá.
í
Á hinum fyrstu jólum var mikið um að vera í
Betlehem. Ágústus keisari hafði ákveðið að
skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Fóru þá
allir til að skrásetja sig, hver til sinnar borgar.
Fjöldi þegna úr hinum ýmsu borgum og bæjum
ísraels var á hraðferð upp til Betlehem. Trúlega
hafa margir haft á orði að nú þyrfti keisarinn að
ná í þá þegna sem hefðu sloppið við að greiða
skatt til samfélagsins, því að keisarinn þyrfti á
peningum að halda til hinna ntörgu gæluverk-
efna. I hópnum sem var á leið upp til Betlehem
voru þau María og Jósef, en María var þunguð.
I jólaguðspjallinu, Lúk. 2:8-14, lesum við:
„En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og
gættu urn nóttina hjarðar sinnar. Og engill
Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljóm-
aði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en
engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því sjá,
ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun
öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur,
sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og haf-
ið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn
reitað og lagt í jötu.“ Og í sömu svipan var
með englinunt fjöldi himneskra hersveita, sem
lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upp-
hæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem
hann hefur velþóknun á.““
Hirðarnir gættu hjarðar sinnar úti á Bet-
lehemsvöllum hina fyrstu jólanótt, - hún var á-
Helgi Elíasson er
rekstrarstjóri KFUK
og KFUM í
Reykjavík.
Hirðarnir á
Betlehemsvöll-
um voru ef til
vill ekki taldir
þeir allra trú-
verðugustu í
Betlehem, en
þeir fengu
fyrstir að
heyra hinn
stórkostlega
boðskap um
fæðingu frels-
arans.