Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 7
fæðing Messíasar. Viðbrögð þeirra voru þau að þeir lögðu af stað og fóru til Jerúsalem, höfuð- borgar landsins þar sem konungurinn nýi átti að fæðast samkvæmt útreikningum þeirra. Við getum ímyndað okkur að þeir hefðu bara setið heima og haldið áfram að lifa sínu lífi. Þá hefðu þeir farið á mis við frelsarann og aldrei getað veitt honum lotningu. Við getum líka heyrt um Messías án þess að bregðast við því á nokkurn hátt. Viðbrögð vitringanna eru okkur fyrirmynd. Þeir fóru til fundar við frelsarann. Vitringamir fóru ekki bara til Jerúsalem, heldur heyrðu þeir orð Guðs um fæðingarstað Messíasar og fóru eftir orðinu. Þeir héldu til Betlehem, úr glæstum höfuðstaðnum, þar sem musterið mikla var og konungshöllin, til lítils bæjar. Þar fóru þeir til fátæks alþýðufólks í hrörlegu húsi til fundar við lítið bam. Þetta var í raun andstætt skynseminni. En þeir hlýddu orði Guðs í trú. Skynsemin getur sagt okkur að við eigum að leita frelsarans hér og þar. Margir leita svara við spurningum sínum og lífsvanda í mannlegri speki og glæstum hugmyndakerfum. En frelsarann er hvergi að finna nema í vitnis- burðinum um hann, í orði Guðs. Stjarnan vís- aði vitringunum veginn. Henni er stundum líkt við orð Guðs (sbr. t.d. jólasálminn „Ó, hve dýr- leg er að sjá“). Orð Guðs leiðir okkur til Jesú. Vitringarnir eru okkur fyrirmynd í því að heyra það orð og fara eftir því. Vitringamir féllu fram og veittu frelsaranum lotningu. Hér eru heiðingjar og stjörnuspeking- ar búnir að kasta frá sér stolti sínu og þekkingu og lúta litlu barni í trú af því að orð Guðs sagði þeim að það væri Messías og frelsari heimsins. Gjafir þeirra geta á táknrænan hátt falið í sér hvað þeir játa. Þeir játa að Jesús er bæði kon- ungur og prestur, konungurinn í líii þeirra og æðstipresturinn sem friðþægir fyrir þá. Þeir játa að hann er Guð kominn inn í heim manna til að líða og þjást fyrir þá og með þeim. Enn eru vitringarnir okkur fyrirmynd. Andspænis þessunt boðskap getum við spurt hvað við ætlum að gera. Erum við reiðubúin að hlýða orði Guðs og láta það leiða okkur á fund Jesú á þessum jólum? Erum við tilbúin að lúta Jesú sem konungi okkar og Drottni og afhenda honunt þannig yfirráðin í lífi okkar? Játum við hann sem Guð í heiminn kominn til að frelsa okkur með því að fórnfæra sjáfum sér fyrir syndir okkar? Viljum við tilbiðja hann einan, játa syndir okkar fyrir honum, þiggja fyrirgefn- ingu hans? Vitringarnir voru leiddir á fund lítils barns í Betlehem. Einhverjum kann að finnast það bæði fráleitt og heimskulegt að falla fram og veita litlu barni í fátæklegu húsi lotningu. Samt sem áður gerðu vitringarnir það því þeir trúðu því sem þeir höfðu heyrt. Trúum við því að Jesús hafi verið sonur Guðs og frelsari mann- anna jafnvel þótt það kunni að hljóma heimskulega? Páll postuli segir (I. Kor. 1,20-25): „Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku? Því þar eð heimur- inn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku pédikunarinnar. Gyðingar heimta tákn og Grikkir leita að speki, en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.“ Heimildir: Bauer, W.: A Greek-English Lexicon. Chicago 1957. Beare, F.W.: The Gospel According to Matthew. Oxford 1981. Douglas, J.D. (ed.): The Illustrated Bible Dictionary. Leicester 1980. France, R.T.: Matthew. Leicester 1985. Gerhardsson, B. (utg.): En bok om Nya testamentet. Lund 1976. Gilbrant, Th. (red.): lllustrert Bibelleksikon. Oslo 1965. Hartman, L.: Ur Nya testamentet. Lund 1972. Hill, D.: The Gospel of' Matthew. London 1975. Einhverjum kann að finn- ast það bæði fráleitt og heimskulegt að falla fram og veita litlu barni í fátæk- legu húsi lotn- ingu. Samt sem áður gerðu vitring- arnir það því þeir trúðu því sem þeir höfðu heyrt.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.