Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 22
KRISTNIBOÐ Agne Nordlander er sœnskur guðfrœðidoktor sem kennt hefur við prestaskála lúthersku kirkjunnar íAddis Abeba. Ef þessir stóru skarar hljóta ekki mjög fljótlega ræki- lega fræðslu er hætta á að margir skipti um skjótt og snúi sér að næstu trúar- brögðum eða hugmynda- kerfum sem veita von. um okkar og ekki orðum - því minni tengsl höfum við við aðra og lítið verður úr raunveru- legum vitnisburði. Hér er vandamálið að geta náð sambandi við hinn gífurlega fjölda fólks - og það er einkum æskufólk - sem streymir inn í kirkjuna. A árinu sem leið fjölgaði í kirkjunni úr 1.029.000 í 1.178.000 manns, eða um rúmlega 150 þúsund. Ýmislegt mætti segja um þessar tölur og hversu áreiðanlegar þær eru. En við tortryggj- um ekki það sem við sjáum með eigin augum. Hvarvetna eru kirkjurnar troðfullar og fjórum sinnum á ári eru fjölmargir nýir söfnuðir teknir í kirkjuna. Átta af hverjum tíu sem sækja guðsþjónust- urnar eru yngri en 25 ára. Margar ástæður valda því hversu vöxturinn er mikill, þjóðfé- lagslegar, sálrænar, hugsjónalegar. Ef þessir stóru skarar hljóta ekki mjög fljótlega rækilega fræðslu er hætta á að margir skipti um skjótt og snúi sér að næstu trúarbrögðum eða hug- myndakerfum sem veita von. Því að segja má að unga kynslóðin markist af því að hún er atvinnulaus, vonlaus og mun- aðarlaus. Hana vantar vinnu og trú á framtíð- ina og hún er haldin djúpstæðri tortryggni gagnvart öllum pólitískum ráðantönnum og trúarleiðtogum sem geta ekki efnt loforð sín. Þjáningar vegna Krists Hið fjórða sent þessi kirkja hefur sér til á- gætis er það að hún líður illt vegna Krists. Sumir nemendurnir í prestaskólanum sátu í fangelsi í tíð kommúnista. Stundum var um að ræða alla nemendurna í sama bekk í skóla þeirra. Eg kenndi áður í Guðfræðistofnuninni í Jó- hönnulundi í Svíþjóð. Menn, sem hafa gist fangelsi, hafa einnig verið nemendur mínir þar en það var vegna vantrúar og áður en þeir iðr- uðust. Nú á dögum sæta lútherskir menn hér of- sóknum af hálfu rétttrúnaðarkirkjunnar og stundum áhangenda islams. Kristnir menn hafa verið vegnir á svæði einu fyrir vestan Addis Abeba þar sem vakningin er einstaklega öflug. Kirkjur eru brenndar. Saga Mekane Jesús ein- kennist frá upphafi af því að hún hefur mátt búa við ofsóknir og þær meiri en við getum gert okkur í hugarlund. ✓ Ahrif frá kirkjufeðrunum Það er mikill munur að kenna hér og í Sví- þjóð. Staða guðfræðinnar er önnur. Eg hafði ekki gert mér ljóst hversu rótfastur ég er í krist- indómsgagnrýni fyrr en ég kom hingað. Öll trúfræði okkar Evrópumanna er byggð upp sem vörn fyrir kristna trú. Við erum sífellt í varnar- stöðu gagnvart skynsemisrökum annarra. Við viljum sýna fólki fram á, a.m.k. okkur sjálfum, að trú og vísindi eigi samleið. Hér er spurt allt annarra spurninga. Við verðum að fara aftur til tíma kirkjufeðranna, árin 300-700 e. Kr. Spurningar nemendanna má oft rekja til þess hvernig menn meta málin, hugsa og taka afstöðu í rétttrúnaðarkirkjunni. Þeir skilja það ekki sjálfir. Flestir telja þá kirkju dauða en hún hefur haft miklu meiri áhrif á þá en þeir gera sér grein fyrir. I þessu er fólgin hvatning og ögrun, bæði að því er varðar guðfræði og menningu. Svoköll- uð afrísk guðfræði á ekki upp á pallborðið hér. „Við erum ekki bantú-svertingjar,“ segja nem- endurnir. „Við erum Eþíópar. Við höfum verið kristið fólk frá 332 e.Kr.“ Nei, hér er nauðsyn- legt að tengjast hefðunum frá kirkjufeðrunum og sýna síðan fram á að þær megi sameina kenningum Lúthers og um fram allt Nýja testa- mentinu. Ollum manninum skal hjálpað Annað sem brennur á mönnum er á sviði þjóðfélagsmálanna. Mekane Jesús reynir að vinna gegn átökum milli þjóðflokka í landinu. Menn geta vart hugsað sér neitt verra en að landið verði önnur Júgóslavía eða Sómalía. Sú hætta vofir yfir. Lútherska kirkjan í Eþíópíu varð kunn á átt- unda áratugnum vegna þeirra skoðana sinna að í starfi sínu bæri henni að sinna í senn anda, sál og líkama fólksins. Tvö dæmi um þetta skulu nefnd. I víðáttumiklu prestakalli í Ijiji kallaði prest- urinn saman sjö þúsund manns. Þeir lögðu fyrsta bílveginn. 36 km langan, á þremur dög- um svo að fyrsti bíllinn kæmist til safnaðanna átta. Gamall maður féll á kné fyrir framan bílinn, kyssti hann og þakkaði Guði af því að hann fékk að lifa þann dag er siðmenningin kont til bæjarins. Þeir þurftu að ganga í átta klukku- stundir til næstu kvarnar og 12 klukkustundir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.