Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 5
GUNNAR J. GUNNARSSON: VITRINGARNIR í JÓLABOÐSKAPNUM Jólaguðspjöllin eru okkur hugleiðingarefni um hver jól. Athyglin beinist jafnan öðru fremur að frásögn Lúkasar en Matteus dregur einnig upp mynd af fæðingu Jesú og atburðum sem urðu kringum hana. Frásögn Matteusar af vitringunum frá Austurlöndum er okkur kunn og hugleikin en hvaða menn voru þetta og hvaða stjörnu sáu þeir? Hvað getum við lært af þeim? Mikill munur er á því hvernig Lúkas og Matteus greina frá fæðingu Jesú. Pað sem þeir eiga sameiginlegt er fyrst og fremst fæðingar- staðurinn, Betlehem, og áherslan á hver það var sem þarna fæddist. Þeir lýsa báðir fæðingu Messíasar, sonar Guðs, frelsarans sem Guð hafði lofað að senda. Lúkas greinir frá boðun Maríu þar sem henni er tjáð að hún eigi að fæða frelsara heimsins, skrásetningu Agústusar keisara, fæðingunni í fjárhúsinu í Betlehem og hirðunum á Betlehemsvöllum. Matteus greinir frá glímu Jósefs þegar María reynist þunguð, draumi hans um að barnið sem hún gekk með væri af heilögum anda, komu vitringanna frá Austurlöndum, Heródesi og bamamorðunum og flótta Maríu og Jósefs til Egyptalands. Hér er ekki ætlunin að fjalla nánar um sam- anburð á þessum tveim frásögum en saman mynda þær eina heild þótt ólíkar séu. Athyglin beinist að vitringunum í frásögn Matteusar og þætti þeirra í jólaboðskapnum. Hverjir voru þeir? Matteus byrjar frásögn sína af vitringunum á þennan hátt (2,1-2): „Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á döguni Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.““ Gríska orðið sem þýtt er með „vitringar" er magoi. Upphaflega var það orð notað um prestastétt meðal Persa en síðar fékk það víð- tækari merkingu og var notað um alls kyns töframenn, spámenn og stjörnuspekinga. í Mattesuarguðspjalli er orðið notað um stjörnu- spekinga. Stjörnufræði fornaldarinnar voru viðurkennd vísindi á sínum tíma og vitringar á því sviði voru virtir og oft áhrifamiklir menn líkt og heimspekingar og stjarnfræðingar. Þeir gerðu athuganir sínar á himinhvolfinu og út- reikninga út frá þeim. Á nútímamælikvarða og frá sjónarhóli nútíma stjörnufræði eru þetta gervivísindi sem líkjast helst stjörnuspeki nú- tímans. Gengið var út frá því að jörðin væri llöt og yfir henni festingin. Himintunglin voru jafnvel álitin andleg eða guðleg máttarvöld sem höfðu áhrif á líf manna. Þessar hugmyndir voru því tengdar trúarbrögðum heiðinna þjóða. I Israel höfðu menn sömu heimsmynd en þar GunnarJ. Gunnarsson er lektor við Kennaraháskóla Islands og ritstjóri Bjarma. Þeir hafa verið stjörnuspek- ingar og því lagt stund á athuganir á himinhvolfinu og gert út- reikninga sína á grundvelli þeirra og þekkingar sinnar á fræð- unum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.