Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 2
Kristilegt tímarit. Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK, Samband ísl. kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Anna Magnúsdóttir, Benedikt Arn- kelsson og Gunnar H. Ingimundarson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan v/Holtaveg, pósthólf 4060,124 Reykjavík, s. 678899. Argjald: kr. 2.100.-, innanlands, kr. 2.600.- til útlanda. Gjalddagi: 1. mars Verð í lausasölu: kr. 300.- Prentun: Borgarprent EFNI: Staldrað við: Ljós í myrkrinu........... 2 Helgi Elíasson: Jólin - gjöf Guðs........ 3 Gunnar J. Gunnarsson: Vitringarnir í jólaboðskapnum........... 5 Frásögn: Kærleikur sem kennir til........ 9 Orð Guðs er þeim lifandi.................10 Útvarp í útlegð..........................12 Viðtal: Ný íslensk Biblía árið 2000......14 Áður vígamenn, nú lærisveinar............18 Alhliða hjálp - en krossinn er kjarninn.21 Kristinn hvað sem það kostar.............24 Frá starfinu.............................26 Forsíðumynd: Gunnar J. Gunnarsson LJOS I MYRKRINU Enn á ný nálgast jólin. Við horfum fram til hátíðarinnar með gleði og tilhlökkun. Jólin færa okkur birtu og yl í skamm- deginu er stundum sagt. Það er vissulega rétt og jólunum fylgja jólaljósin. En ef það væri eini tilgangur jólanna væru þau ekki mikils virði. Jóhannes guðspjallamaður talar um komu Jesú í heiminn í fyrsta kafla guðspjalls síns á þennan hátt: „Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn“ (v. 8). Matteus niinn- ir á það sama er hann segir: „Sú þjóð, sem í myrkri sat, sá mik- ið Ijós. Þeim er sátu í skuggalandi dauðans, er Ijós upp runnið“ (4,16). Sjálfur sagði Jesús: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa Ijós lífsins“ (Jóh. 8,12). Það er því full ástæða til að kveikja jólaljósin, ekki til þess fyrst og fremst að færa okkur birtu í skammdeginu hér á norð- urslóðum, heldur til að minna okkur á það sem gerðist á jólun- um. Hann sem er Ijós heimsins, hið sanna ljós, fæddist í heim- inn. Hann kom inn í heim myrkursins og syndarinnar til að leysa þá sem sátu í skuggalandi dauðans úr fjötrum myrkurs- ins. Sá sem trúir á hann gengur ekki í myrkri heldur hefur Ijós lífsins. Það er þetta sem gerir jólin svo mikils virði. Þau benda á frelsarann Jesú Krist. Þau minna á hjálpræði Guðs í honum. Gildi þeirra felst ekki í ytri umbúnaði, Ijósadýrð, gjöfum og veislumat. Það byggist á því að þau eru haldin til að fagna komu hins sanna Ijóss í heiminn, fagna því að Guð gerðist sjálfur maður til að vitja syndugra manna og leysa þá úr fjötr- um myrkurs og dauða. Jólagleðin getur því ekki byggst á því að jólin færi okkur birtu og yl í skammdeginu. Hún getur heldur ekki byggst á því hverjar ytri aðstæður okkar eru, hvað jólaljósin eru mörg, gjafirnar fallegar og maturinn góður. Sönn jólagleði byggist á því að eiga hið sanna Ijós sem kom í heiminn, að eiga trúna á hann sem er Ijós heimsins. Sá sem á þá trú gengur ekki í myrkri, heldur hefur ljós lífsins. Sá sem ekki á þá trú er enn í myrkrinu þótt jólaljósin séu allt í kringum hann. Enn á ný heldurðu jól. Hvað er það sem gefur jólunum þín- uni gildi? Eru þau fyrst og fremst örlítil birta í skammdeginu, ylur í vetrarkuldanum? Eða eru þau raunveruleg jól þar sem þú fagnar yfir því að eiga hið sanna ljós sem kom í heiminn? Lúkas segir: „Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og beina fótum vorum á friðar veg“ (l,78n). Hefur miskunn Guðs fengið að koma þessu til leiðar í þínu lífi? Guð gefi okkur gleðileg jól í Jesú nafni. g GJG T A L D R V A I —-—■ Ð Ð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.