Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 12
AÐ UTAN
„GOSPEL BROADCASTING SERVICE“
/ ••
UTVARPSSTOÐ
í ÚTLEGÐ
Eins og lesendum er kunnugt hefur stjórnmála-
ástandið í Eþíópíu ekki verið stöðugt á undanförnum
árum. Eignir Lúthersku Mekane Jesús kirkjunnar
voru teknar eignarnámi og notaðar af yfirvöldum til
annarra hluta en upphaflega var ætlast til. Þrátt fyr-
ir fall kommúnistastjórnarinnar hefur ekki orðið
mikil breyting á. Og þó sumum eignum hafi verið
skilað til kirkjunnar er enn langt í land og ýmis önn-
ur vandamál hafa komið upp.
Útsendingarn-
ar til Eþíópíu
eru ekki á veg-
um Mekane
Jesús kirkj-
unnar þar í
landi heldur
skráð sem
starf hinnar
evangelísku
lúthersku
kirkju Kenýu.
Árið 1977 tóku yfirvöld húsnæði og hljóð-
ver útvarpsstöðvarinnar „Rödd fagnaðarerind-
isins“ og bönnuðu starfsemi hennar. 1 níu ár
lágu kristilegar útvarpssendingar til Eþíópíu
niöri eða til ársins 1986 er „Gospel Broad-
casting Service“ (GBS) var stofnað. GBS er
útvarpsfélag sem starfar í Nairóbí í Kenýu og
sendir kristilegt efni til Eþíópíu á þrem aðal-
tungumálunum.
Nýtt húsnæði
Eftir að hafa leigt húsnæði í fjölda ára hefur
Gospel Broacasting Service nú flutt í eigið hús-
næði í Nairóbí. 5. febrúar s.l. var hinn mikli
gleðidagur. Nýtt húsnæði, ný hljóðver og skrif-
stofur, bóka- og tónlistarsafn og vinnuaðstaða
til að afrita snældur. Já, starfsmenn og gestir
voru glaðir og þakklátir.
Húsnæðið er staðsett á lóð sem tilheyrði
Scripture Mission (SM) en það er nafnið á
starfi Norska lútherska kristniboðssambandsins
í Kenýu. Lóðin fékkst ókeypis en eftir tíu ár
verður húsnæðið eign Scripture Mission. Þá
vonast GBS til að verða flutt til Eþíópíu með
starfsemi sína. Það hefur lengi verið draumur
starfsmanna og leiðtogans Hailu Wolde Semai-
at, að geta sent út frá eigin útvarpsstöð í Eþíóp-
íu.
Skrifstofa í Eþíópíu
Útsendingarnar til Eþíópíu eru ekki á vegum
Mekane Jesús kirkjunnar þar í landi heldur
skráð sem starf hinnar evangelísku lúthersku
kirkju Kenýu. Af stórnmálaástæðum hefur
Mekane Jesús kirkjan ekki getað tekið þetta
starf að sér. En samkomulag er milli Gospel
Broadcasting Service og Mekane Jesús kirkj-
unnar um eftirstarfið í Eþíópíu. I Addis Abeba
hefur verið opnuð skrifstofa þar sem bréfum er
svarað og þaðan eru sendar út Biblíur og annað
lesefni. Eftir að þetta komst á hefur hlustenda-
bréfum fjölgað til muna og margir skrifa að
það skipti þá miklu máli að geta skrifað til ein-
hvers innanlands.
Andleg barátta
Gospel Broadcasting Service hefur sett sér
ákveðnar starfsreglur. I fyrsta lagi vill stöðin
með starfi sínu leiða fólk til trúar á Jesú Krist. í
öðru lagi að leiðbeina hlustendum inn í stað-
bundnar kirkjur þar sem þeir búa. Og einnig
það að ekki á að draga fram deilumál og alls
ekki stjórnmál en einbeita sér að aðalatriðunum
og því að boða fagnaðarerindið. Áhersla er