Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 6
UPPBYGGING Hér eru heið- ingjar og stjörnuspek- ingar búnir að kasta frá sér stolti sínu og þekkingu og lúta litlu barni í trú af því að orð Guðs sagði þeim að það væri Messías og frelsari heimsins. var hún svipt hugmyndum um andleg máttar- völd í sköpuninni. Guð er einn, skapari allra hluta. Sól og tungl eru ljós á festingunni en ekki guðleg máttarvöld (sbr. sköpunarsöguna í 1. Mós. 1,1-2,4). I raun höfðu stjörnuspekingar fornaldarinnar ekki meiri möguleika til að sjá fyrir um óorðna hluti en stjörnuspeki nútímans. Matteus greinir ekki nánar frá því hvaða menn þetta voru né heldur hvað þeir voru margir. Gamlar arfsagnir, t.d. úr Armensku bernskuguðspjalli frá 6. öld e. Kr., segja vitr- ingana hafa verið konunga og úr þessu guð- spjalli eru nöfn þeirra komin, þ.e. Melkíor, Baltasar og Kaspar. Hugmyndin um að þeir hafi verið konungar er líklega sprottin af heim- færslu texta í Gamla testamentinu upp á heim- sókn þeirra (sjá Sálm. 72,10-11; Jes. 49,7 og 60,3-6). Að þeir hafi verið þrír er líklega kom- ið af gjöfunum þrem sem tilgreindar eru í Matteusarguðspjalli. Ut frá Matteusarguðspjalli getum við dregið þá ályktun að vitringarnir hafi verið heiðnir menn sem komu til Jerúsalem til að leita hins nýfædda konungs gyðinga og lúta honum. Óvíst er hvaðan þeir hafa komið en lönd eins og Persía, Iran og Arabía hafa verið nefnd. Þeir hafa verið stjörnuspekingar og því lagt stund á athuganir á himinhvolfinu og gert útreikninga sína á grundvelli þeirra og þekkingar sinnar á fræðunum. Sem slíkir hafa þeir notið virðingar og haft áhrif. Þá er líklegt að þeir hafi litið á himintunglin sem andleg eða guðleg máttar- völd sem hafi áhrif á líf manna. Hvaða stjarna var það sem sást? Uppgötvun nýrra stjarna var hluti af fræðum vitringanna og var ný stjama talin merki um fæðingu konungs eða mikilmennis. Sagan af vitringunum í Matteusarguðspjalli er því alls ekki eina sagan sem hefur að geyma frásögn af uppgötvun nýrrar stjörnu í tengslum við fæð- ingu konungs eða mikilmennis. I frásögn Matteusar er ný stjarna á himninum ástæða þess að vitringamir halda af stað og koma til Jerúsalem í leit að nýfæddum konungi gyð- inga. Ymsar tilgátur hafa verið settar fram um það hvaða stjarna það var sem vitringarnir sáu: I fyrsta lagi hefur Halleys halastjarnan verið nefnd en hún á að hafa sést árið 12/11 f. Kr. I öðru lagi skýring Kepplers sem benti á að Satúrnus og Júpiter hafi borið saman við sjón- deildarhringinn árið 7. f. Kr. í þriðja lagi hefur verið talað um nýstirni eða blossastjömu sem kínverskir stjarnfræð- ingar munu hafa fylgst með í 70 daga árið 5/4 f. Kr. Loks eru þeir sem telja að stjaman vísi ekki til neinnar ákveðinnar stjörnu heldur sé hún fyrst og fremst táknræn og byggi á 4. Móseb. 24,17. Þar segir: „Stjama rennur upp af Jakob og veldissproti rís af ísrael.“ Þegar á dögurn Jesú hafði þessi texti verið túlkaður sem Mess- íasartexti (sbr. einnig Opinb. 22,16 og 2. Pét. 1,1?). Utilokað er að færa sönnur á einhverja þess- ara tilgátna. Þess má þó geta til skýringar að fæðing Jesú hefur að öllum líkindum átt sér stað á árabilinu 7-4 f. Kr. Vitað er að Heródes mikli, sem kemur við sögu í frásögn Matteusar, ríkti sem konungur gyðinga með fulltingi Rómverja frá 37 f. Kr. til dauðadags árið 4 f. Kr. Lotning og gjafir vitringanna Matteus leggur áherslu á að Messías hafi átt að fæðast í Betlehem og vera af ætt Davíðs (2,6). Heródes kallar til sín presta og fræði- menn lýðsins til að ganga úr skugga um þetta. Vitnað er í upphaf fimmta kaflans hjá Míka spámanni þar sem fæðingarstað Messíasar er getið og sú tilvitnun tengd 2. Sam. 5,2 þar sem Davíð er lýst sem hirði (höfðingja) yfir ísrael. Vitringamir halda því til Betlehem og finna bamið þar og veita því lotningu. Frásögn Matteusar dregur fram spennuna milli hins réttboma konungs gyðinga (Messías- ar) og falskonungsins í Jerúsalem. Sú mynd endurspeglar líka spennuna milli gyðingdóms og kristni þegar í upphafi. Vitringarnir frá Austurlöndum voru heiðnir menn og sem slíkir fulltrúar annarra þjóða en gyðinga. Þeir kontu og lutu Jesú sem Messíasi meðan Heródes og öll Jerúsalem með honum óttaðist og hafnaði hinum nýja konungi (Matt. 2,3 og 11 sbr. 8,11- 12). Gjafir vitringanna, gull, reykelsi og myrra, eru þekkt framleiðsla í Arabíu og víðar og eru í rauninni viðeigandi gjafir til handa konungum. Kirkjufeðurnir og Lúther sáu í gjöfunum tákn um stöðu og hlutskipti Jesú. Gullið er tákn konungdóms og reykelsið vísar til guðdóms hans eða prestdæmis. Myrran er ilmsmyrsl og er tákn þjáningar og dauða. Lotning og gjafir vitringanna fela í sér viðurkenningu þess að Jesús er Messías, konungurinn sem Guð hafði lofað að senda til að leysa þjóð sína og mann- kynið allt úr ánauð syndar og dauða. Við og vitringarnir Frásögn Matteusar af vitringunum frá Aust- urlöndum getur kennt okkur margt og flytur okkur boðskap um það hver Jesús er og hvaða gildi hann hefur fyrir okkur. Vitringarnir eru í huga Matteusar fulltrúar heiðinna þjóða. Við tilheyrum þeim og eigum þó hlutdeild í fagnað- arerindinu um Messías. Jesús er ekki bara kon- ungur og frelsari gyðinga heldur alls mann- kyns. Þess vegna er hann líka frelsari okkar. Viðbrögð vitringanna eru lærdómsrík. Þeim opinberaðist, þrátt fyrir að vera heiðingjar,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.