Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 9
það var annað sem brann dýpra í hjarta mér. Að ganga umkring í Jesú nafni - þessi orð seitluðu hlýtt og hljótt um huga minn. Hver ljóðlínan af annarri myndaðist, hvert erindið af öðru. Brátt hafði þessi litli, einfaldi söngur orðið til - og ég sofnaði glöð í bragði. Daginn eftir festi ég hann á blað. Ég hef sjálfsagt staðið á háum sjónarhól þegar ég orti sönginn. En ég held að ástúðin gagnvart móður minni hafi verið helsta ástæð- an og hvatningin til þess að söngurinn varð til. Ovænt útbreiðsla Nú var söngurinn skrifaður í glósubókina hennar. En enginn vissi um það og ekki heldur hver „Filia Nautæ“, þ.e. sjómannsdóttirin, var en það skrifaði hún undir sönginn þegar hún sendi hann litla, handskrifaða félagsmanna- blaði KFUM, „Sneklokken“. Hún vildi ekki láta nafnið sitt fylgja með söngnum og aldrei áræddi hún að láta prenta hann. En þá hljóta aðrir að hafa séð til þess að það yrði gert því að mörgum árum seinna fékk hún bréf ásamt úrklippu með söngnum úr norska tímaritinu Misjonstidende. Seinna kom á dag- inn að hann hafði birst í mörgum tímaritum án þess að hún hefði haft hugmynd um það. Og nú hafði líka verið samið lag við hann. Trygve Skallerud, sem var fangelsisprestur í Osló, hlýtur að hafa rekist á hann. Hann var hagmæltur og samdi stundum lög, létt og glað- vær. Hann gerði líka lag við þennan söng og það hefur stuðlað mjög að því að hann hefur hljómað allt fram á þennan dag. Langur tími leið áður en Helgu Ingebrigtsen varð kunnugt um þetta lag. En svo bar það til kvöld nokkurt að henni var boðið á kvennafund þar sem þátttakendur skemmtu sér við söng. Þá vék ein konan sér að henni og spurði hvort hún kannaðist við sönginn, „Eitt sinn Guðs son gekk umkring“. Já, reyndar þekkti hún sönginn. Og svo varð henni á að bæta við: „Enda orti ég hann.“ Konunum þótti ánægju- legt að heyra þessar upplýsingar um hinn ást- sæla söng. Þessi sama kona gat nú frætt hana um það að ljóðið hefði oft orðið henni hvatning til þess að vitja sjúkra og fátækra. Aðrir skýrðu frá því að þær hefðu lært sönginn í skólanum. Þá um kvöldið heyrði hún svo í fyrsta sinn lagið við ljóðið. Allar voru þær undrandi og ekki síst hún sjálf. Seinna bárust henni frekari fréttir af því hvernig söngurinn hafði borist um landið, svo og hver það var sem hafði látið prenta hann og gefið honum nafnið „Tusenfryd-sangen“ en „Tusenfryd (fagurfífill) hétu nokkur félög sem hjálpuðu fólki er þarfnaðist aðstoðar. Það var henni að sjálfsögðu fagnaðarefni að söngurinn hafði orðið til blessunar. „En,“ segir hún að lokum, „ég stenst ekki mælikvarðann þegar um er að ræða að lifa sjálf í samræmi við efni söngsins. Það er sennilega ástæðan til þess að ég verð angurvær þegar ég heyri hann sung- inn. En ég held að Guð hafi gefið mér hann og hann hafi af náð sinni notað hann til þess að glæða neista kærleika og miskunnsemi í ein- hverjum hjörtum - og fyrir það er ég þakklát.“ Helga Ingebrigtsen andaðist 8. febrúar 1952 í Mysen í Austfold í heimalandi sínu. Þangað hafði hún flust vegna heilsuleysis og búið þar með systur sinni. Hún orti allmarga aðra söngva sem sungnir eru í Noregi. Enginn þeirra hefur þó orðið eins kunnur og þessi, enda enginn haft jafnmikil á- hrif. Oljósar og óraunsæjar vonir hennar um framtíðina í æsku urðu ekki að veruleika. En hún starfaði í auðmýkt og kyrrþey um dagana - og það var það sem hún vildi. „Vinna í kyrrþey verk ég fái, var og er það sem ég þrái.“ Þannig hljóðar viðlagið í söng Bjarna Eyjólfssonar, „Lifa í sannri hógværð hér,“ en hann er ortur með söng Helgu Ingebrigtsen að fyrirmynd og var fyrst prentað- ur árið 1965 í 18. hefti söngva þeirra sem not- aðir voru á almennu mótunum á árum áður. Hér í blaðinu birtist þýðing Lilju S. Kristjánsdóttur á sálminum, Líknarsystur (diakoilissur) hafa haft miklar mætur á þessum söng. P. Poulsen, Endursagt úr Indre Missions Tidende. Eitt sinn Guðs son gekk umkring, grœddi sœrðan einstœðing, samúð, hjálp og huggun veitti, hjartasorg ífönguð breytti. Svona’ íauðmýkt vil ég vinna verk, er Jesús hóf að sinna. Breyta tári’ í bros á vor, bœta þjáðra œvikjör, kveikja vonir, vinsemd sýna, votta liryggum samúð mína. Svona í auðmýkt vil ég vinna verk, erjesús hóf að sinna. Kœrleikur, sem kennir til, kann oft ráð svo birtu’ og yl breiðir hann til beggja handa, biður Guð að leysa vanda. Svona’ íauðmýkt vil ég vinna verk, er Jesús hóf að sinna. Braut til himins benda á, boðskap krossins segja frá: Kœrleiks faðmi faðir vefur fundið barn og dýrð þar gefur. Svona’ í auðmýkt vil ég vinna verk, erjesús hóf að sinna. Helga Ingebrigtsen Lilja S. Kristjánsdóttir þýddi. FRÁSÖGN Óljósar og óraunsæjar vonir hennar um framtíðina í æsku urðu ekki að veru- leika. En hún starfaði í auð- mýkt og kyrr- þey um dag- ana - og það var það sem hún vildi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.