Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 16
VIÐTAL Hið íslenska Biblíufélag var stofnað að tilstuðlan Skotans Ebenezers Hendersons. Biblían er ekki auðveld bók. Hún lætur mörgum spurningum ósvarað. Hún er líka áleitin. Hún ónáðar okkur út af ýmsu sem við viljum fá að vera í friði með. Bible Societies, UBS - eru stærstu þverkirkju- legu samtök í víðri veröld. Nú hefur Biblían öll verið þýdd á nokkuð á fjórða hundrað tungu- mál og hlutar hennar á rúmlega tvö þúsund tungumál. Um þessar mundir er unnið að meira en sex hundruð þýðingum, m.a. á tungur þjóða og þjóðflokka sem eiga sér ekkert ritmál. Þess vegna verður jafnframt að búa til ritmálið. Margir þýðendur Biblíunnar og kristniboðar hafa búið til ritmál.“ Kunnugt er að Biblíufélagið hefur undanfar- in ár veitt styrki til þýðingar- og dreifingar- verkefna í Afríku, m.a. í Konsó í Eþíópíu og Pókot í Kenýu. FélagiÓ hefur einnig verið þátt- takandi í átaki sem miðar að því að senda 500 þúsund „barnabiblíur“ á 11 tungumálum til fyrrverandi Sovétríkjanna. Þess má minnast að við vorum sjálf þiggjendur þegar íslenska fé- lagið var lítils megnugt um langt árabil. Það var t.d. Breska og erlenda Biblíufélagið sem, gaf út aldamótaþýðinguna. Biblían á bók - og í tölvu „Og nú standið þið í stórræðum, ætlið að gefa út nýja Biblíu árið 2000, á afmæli kristni- tökunnar?“ „Já, og það er mikið verkefni! Ég hef að sjálfsögðu fylgst með því frá því ég tók við störfum, verið eins konar „smyrjari" svo að öll hjól snerust. Ég er settur ritari þýðingarnefndar og sit því fundi hennar. Ríkissjóður veitir okkur fjárstyrk sem svarar til tvennra prófessorslauna á ári meðan verið er að vinna verkið, og Kristnisjóður sem er í eigu kirkjunnar styður okkur líka. Það var afar ánægjulegt að geta sýnt stjómmálamönnum, sem heimsóttu kirkjuþing nú í október, og þingheimi öllum fyrsta sýnishornið af nýrri þýðingu Gamla testamentisins, bók með báð- unt Konungabókum, Rutarbók, Esterarbók og bók Jónasar spámanns. Nú viljum við að sem flestir kynni sér bókina og segi álit sitt á þýð- ingunni." „Er það rétt að Biblían sé auk þess að koma út á tölvudisklingi?“ „Já, reyndar. Hún verður gefin út ásamt leit- arforriti á tveimur disklingum. Þetta verður boðið bæði fyrir PC-tölvur og Macintosh. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvenær þetta kemur út því að þetta er flóknara verk en margir halda. En það kemur tljótlega. Þetta ætti að nýtast vel þeim sem nota tölvur og vinna að verkefnum tengdum Biblíunni, t.d. ritgerðum, hugvekjum o.s.frv. Þá er hægt að kalla fram á skjáinn hvaða orð í Biblíunni sem er ásamt versunum þar sem það er að finna. Einnig er hægt að kalla fram orðasambönd á sama hátt. Sömuleiðis er hægt að kalla fram tiltekna ritningarstaði. Tölvufíklar ntega vita að Biblían öll ásamt leitarforritinu tekur um sex megabæt á hörðum diski. Það er ungur maður frá sjöundadags aðventistum, Jóhann Grétarsson, sem er að vinna að þessu fyrir okkur. Kveikjan að þessu var sú að fjórar stofnanir við Háskóla Islands, Guðfræðistofnun, íslensk málstöð, Orðabók Háskólans og Málvísinda- stofnun Háskólans, fengu tölvustrimla af setn- ingu Biblíunnar 1981 og komu setningunni þannig í tölvutækt horf. Þetta var síðan vand- lega lesið og hal'inn undirbúningur að gerð svo- nefnds Orðstöðulykils (Biblíuorðabókar). Við fengum svo þennan vandlega lesna Biblíutexta á disklingum sem gerir okkur kleift að gefa út þessa „tölvubiblíu“ sem þú nefndir. Nú er einnig verið að leggja síðustu hönd á Orðstöðulykilinn. Hann kemur út á fyrri hluta næsta árs, alls um 1600 blaðsíður. Þar verður hægt að fietta upp nánast öllum orðum í Biblí- unni og sjá hvar þau er að finna. Hið íslenska Biblíufélag verður meðútgefandi að þessari bók. Þá er í vinnslu breskt myndband um Biblí- una, hvernig hún varð til. Það verður gefið út í samvinnu við Námsgagnastofnun og er miðað við fræðslu í efstu bekkjum grunnnskólans og meðal fermingarbarna. A næstunni koma út Biblíuverkefni handa börnum og unglingum. Þar á t.d. að fletta upp ritningarorðum og leysa verkefni tengd sér- stökum ritum eða myndum. Það er ætlað svip- uðum aldri og myndbandið. Þetta er norskt rit, þýtt og staðfært. Loks er að nefna mynd- skreytta bók með jólaguðspjallinu sem við gef- unt út í samfloti við Dani. Hún er um það bil að konta á markaðinn.“ Nýlokið er að þýða Apókrýfu bækurnar, „hinar huldu bækur“, segir sr. Sigurður til út- skýringar. Þetta er meiri háttar verkefni sent séra Arni Bergur Sigurbjörnsson vann en hon- um til fulltingis voru þau Jón Sveinbjörnsson

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.