Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 26
MERKIR MENN Hann losaði sig við allar eigur sínar, klæddist gul- um kyrtli og lagði af stað í ævilanga ferð til að boða trúna á Krist. Sundars. Hann lá þá helfrosinn á vegarbrún- inni. En Sundar og sá sem hann bjargaði komust lífs af. Seinna sagði hann að hann hefði aldrei fund- ið betri líkingu til að skýra orð Jesú: „Sá sem vill sjá lífi sínu borgið mun týna því og sá sem týnir því mun öðlast líf‘ (Lúk. 17,35). Skýr og alvarleg prédikun Ég á prédikanasafn eftir Sundar Singh í bókahillunni minni. Það kom út á dönsku 1925 og heitir: „Vakið og biðjið.“ Þar koma fram hin sérstöku einkenni hans sem prédikara: Allt er sérlega einfalt og gætt djúpri alvöru. Hér eru fáein sýnishorn: „Þó að okkur finnist náttúran yndisleg fær hún ekki fullnægt sálum okkar. Hún getur veitt augum okkar fullnægju að vissu marki en ekki hjörtunum. Þessi heimur veitir okkur ekki frið. Hann er vissulega verk Guðs en skaparinn einn getur fullnægt mönnunum og hjörtum þeirra.“ „Við getum ekki skilið það sem andlegt er ef við verjum ekki einhverjum tíma til bænar og í- hugunar.“ „Öll önnur trúarbrögð bjóða frelsun ein- hvern tíma í framtíðinni en Kristur segir: Núna!“ „Margir telja sig ekki hafa tíma til að biðja. Sú stund kemur þegar dauðinn knýr dyra. Ætla þeir líka að segja þá: Við höfum ekki tíma til að deyja? Dauðinn mun ekki svara: Jæja, þá fer ég og bíð þangað til þið hafið lokið störfum. Þið verðið kallaðir skyndilega í burtu og neyðist til að sleppa vinnunni. Enginn fylgir ykkur um skuggadal dauðans. Þið verðið að yfirgefa þá sem þið elskið mest.“ „í kristnu löndunum hafa þeir sem hafa hlot- ið svo mikla andlega blessun í kristindómnum týnt þessari blessun af því að þeir vildu hreppa efnisleg gæði. En þeir sem voru glataðir í heiðninni byrja núna, þegar trúin er komin til þeirra, að veita viðtöku mikilli og margvíslegri blessun.“ „Það er ekki kristindómurinn sem hefur orð- ið gjaldþrota heldur Evrópumenn sjálfir vegna þess að þeir skilja ekki Krist.“ „Guð vill ekki leysa okkur undan þjáning- unni því að hann elskar okkur og veit að þján- ingin verður okkur til góðs. - Maður nokkur var að horfa á silkiorm í lirfuhýðinu sínu. Hann sá að hann reyndi mjög á sig svo að hann hjálpaði honum að komast út. Ormurinn brölti svolítið en eftir stundarkorn var hann dauður. Maðurinn hafði ekki hjálpað honum heldur eyðilagt hann. Annar sá silkiorm þjást en hjálpaði honum ekki. Hann vissi að þessi átök væru orminum til góðs, hann fengi sterkari vængi fyrir bragð- ið. Hann var búinn undir lífið utan hýðisins. A sama hátt hjálpar okkur sársauki og þjáning í þessum heimi til lífsins í eilífðinni.“ Svo fór að Sundar Singh varð þekktur víða um heim og var beðinn að koma til margra landa og prédika. Fólk dreif að til að hlusta á hann. En framsetning hans var ætíð einföld sem fyrr og hann var ákaflega nægjusamur í öllum lifnaðarháttum. Þegar hann var fertugur tók hann sig upp og lagði af stað í ferð til Tíbets. Hann kom aldrei aftur úr þeirri ferð. Vinir hans víða um heim biðu hans lengi í von um að fá að hlusta á hann en án árangurs. Menn settu fram alls konar getgátur: Ræn- ingjar? Villidýr? Hengiflug? Öðrum kom í hug ritningarstaður, 1. Mós. 5,24: „Enok gekk með Guði og hvarf af því að Guð nam hann burt.“ Gunnar Bonsaksen - Evangelisten FRÁ STARFINU Starfsmenn SÍK Skúli Svavarsson dvaldist á Akur- eyri um miðjan nóvember. Hann talaði á fjórum kristniboðssamkomum í húsa- kynnum KFUM og K við Sunnuhlíð. Síðasta daginn, sunnudaginn 14. nóv- ember, var kristniboðsdagur og pré- dikaði Skúli þá jafnframt í útvarps- guðsþjónustu í Glerárkirkju. A kristniboðsdaginn talaði Ragnar Gunnarsson á samkomu í Breiðholts- kirkju á vegum SÍK, KFUM, KFUK og KSH. Ragnar skrapp til Vestmanna- eyja helgina þar á eftir og prédikaði í guðsþjónustu í Landakirkju og tók þátt í starfi kirkjunnar þann dag meðal barna.fermingarbarna og unglinga. Tvívegis hefur hannfarið til Akureyrar á haustmisserinu. Benedikt Arnkelsson steig í stólinn í Hólskirkju í Bolungarvík á kristni- boðsdaginn. Hann dvaldist tíu daga vestra, gisti á Isafirði og heimsótti grunnskólana þar og í Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík, hitti börn í kirkjuskólum og prédikaði í guðsþjón- ustu á Isafirði sunnudaginn 21. nóv- ember. Einnig hélt hann almenna sam- komu á Hlífmeðal aldraðra. Fyrr í haust ferðuðust þeir Haraldur Ólafs- son saman til Stykkishólms og Ólafs- víkur. Síðustu vikurnar fyrir jól liafa starfsmennirnir lagt áherslu á að dreifa í sölu kristniboðsalmanakinu og jólakortum sem prentuð hafa verið til ágóða fyrir starfið. í desember hafa þeir staðið nokkra tíma á dag við sölu- borð í Kringlunni í Reykjavík.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.