Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 4
ORÐIÐ þekk þeim mörgu nóttum sem þeir höfðu vakað úti á Betlehemsvöllum; stjörnubjartur himinn, tunglskin, ómur af hávaða og stórum orðum milli manna sem komnir voru til borgarinnar vegna manntalsins. Allt í einu sjá hirðamir ólýsanlega birtu sem jafnvel blindar augu þeirra. Þeir verða mjög hræddir, en þá sjá þeir engil Drottins standa hjá sér. Og engillinn segir við þá: „Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veit- ast mun öllum lýðnum; Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Dav- íðs.“ „Förum beint til Betlehem ai) sjá þaö, sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss.“ Hirðarnir á Betlehemsvöllum voru ef til vill ekki taldir þeir allra trúverðugustu í Betlehem, en þeir fengu fyrstir að heyra hinn stórkostlega boðskap um fæðingu frelsarans. Ekki voru þeir valdamiklir í þjóðfélaginu, ekki í áhrifamiklum embættum né auðugir, en Guð velur þá til að vera boðberar hinna stórkostlegustu tíðinda um fæðingu frelsarans. Hirðarnir fóru í skyndi til Betlehem og fundu ungbarnið sem lá í jötu og Maríu og Jósef. Kærleikur Guðs er svo stórkostlegur og mannlegu viti óskiljanlegur, að Guð sjálfur, skapari himins og jarðar, gefur eingetinn son sinn í hinn syndum spillta, myrka heim mann- legs lífs. Hans bíður krossfestingin, hin dimma gröf og upprisan. Þessa leið þurfti Guð að fara til þess að bjarga einstaklingnum frá eilífri glötun. Svo miklu þurfti Guð að kosta til, svo að þú og ég gætum eignast eilífa lífið fyrir heilaga trú. Enn á ný eru jólin að koma. Guð gefi að boðskapur jólanna og frelsarinn Jesús Kristur nái valdi yfir lífi okkar; að við elskum hann, hlýðum honum og fylgjum honum í trú. Þá verður okkur ljóst að valdið yfir okkar lífi er hans, hið góða vald kærleikans. Guð gefi að boðskapur jólanna verði okkur leiðandi afl á lífsleiðinni, bæði í gleði og á stundum erfiðleikanna. Sr. Friðrik Friðriksson segir í einum sálmi sínum: Komfrá hæðum hingað niður hann sem Gttð og Drottinn er, jatan var hans vaggan fyrsta, vesœlt skýli katts liann sér. Snauðra gekk liann meðal manna, myrkrið þekkti ei Ijósið sanna. Loks vér sjá hann fáum frelsuð fyr’ hans hlóð og sáttargjörð, þvíþað barn, svo blítt og hlýðið, ber mí allt á liimni og jörð, börn sín leiðir áfram öll itpp til sín í dýrðar Itöll. Ei á jörð í jötu lágri jólabarnið sjáum þá. Við Guðs hægri liönd liann situr hann þarfáum vér að sjá, er við stól Guðs standa glöð stjörnum lík lians börn í röð. Guð gefi okkur gleðiríka jólahátíð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.