Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 14
M VIÐTAL Háaldrað félag e Meginmark- mið Biblíufé- lagsins hefur frá upphafi verið að stuðla að því að Biblían sé ávalit til á tungu þjóðar- innar og að hún fáist á verði sem al- menningur ræður við. Úr deyfð til dáða Skrifstofa séra Sigurðar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Hins íslenska Biblíufélags, er einkar virðuleg. Það hæfir öldruðu félagi og háleitu verkefni. Lítill gluggi snýr mót suðri. í þetta sinn gengur á með skúrum og það væsir um turninn. Við setjumst í hægindin og byrjum að spyrja. Það stendur ekki á svörum. „Já, það er rétt, Biblíufélagið er elsta starf- andi félag á íslandi,“ segir séra Sigurður. „Það var stofnað að tilstuðlan Skotans Ebenezers Hendersons. Hann ferðaðist hér um landið á ár- unum 1814 og 1815, gaf og seldi Biblíur og Nýja testamenti sem hann hafði látið prenta og sagði frá hinum mikla Biblíuáhuga sem var mjög að breiðast út í Evrópu um þær mundir. Henderson samdi hina kunnu Ferðabók um dvöl sína hér. Séra Felix Olafsson fyrrum kristniboði hefur skrifað bók í Danmörku byggða á athugunum sínum um ævi Hender- sons og aðra bók um hann á íslensku að ósk okkar. Biblíufélaginu var komið á fót 1815. Því miður dofnaði mjög yfir því þegar fram liðu stundir og það hafðist lítið að. En á sjötta ára- tug þessarar aldar tók það mikinn fjörkipp. Lögum þess var breytt 1950. Það hafði lengst af verið prestafélag en nú máttu leikmenn ger- ast félagar. Ólafur Ólafsson kristniboði og Her- mann Þorsteinsson, sem var ólaunaður fram- kvæmdastjóri félagsins um 25 ára skeið, eiga stærstan hlut að því að vekja það til þess lífs sem það lifir nú. Og þeir „báru“ Biblíufélagið hingað inn í Hallgrímskirkju árið 1967 þegar það fékk hér húsnæði. Afgreiðsla félagsins er hér á neðstu hæð.“ Háan turn Hallgrímskirkju á Skólavö arhimininn. Vinnustaður mannsins, se turninum. Skyldi nokkur hafa velt því fyrir sér en fólkið sem gengur um holtið á tveii þarna uppi er unnið að verki sem miðai 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.