Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 17
prófessor og dr. Guðrún Kvaran orðabókarrit- stjóri. „Þessi rit urðu til á tímanum milli Gamla testamentisins og Nýja testamentisins og til- heyra ekki hinu svonefnda regluritasafni (kanon) kristinna manna. Þær verða gefnar út á næsta ári í sérstakri bók og stefnt er að því að bjóða einnig síðar Biblíuna með Apókrýfu bókunum eins og tíðkaðist hér allt fram undir síðustu aldamót. Svo veistu að Biblíufélagið gefur út lestrar- skrá fyrir allt árið. Henni er dreift ókeypis nteð- al félagsmanna - þeir eru 1500 - og kristinna safnaða og samtaka. Hún fæst auðvitað líka hér niðri í Guðbrandsstofu.“ Guðbrandsstofa er afgreiðsla Biblíufélags- ins. Nafnið er tengt Guðbrandi Þorlákssýni biskupi sem gaf út fyrstu Biblíuna á íslensku 1584. Ástráður Sigursteindórsson er af- greiðslumaður í Guðbrandsstofu. Þarna er oft ys og þys. Menn koma til að versla og aðrir hringja og láta senda sér. Biblían er einnig til sölu í almennum bókabúðum. í Guðbrands- stofu fást Biblíur á 20 tungumálum. Mér er rétt hönd Ljóst er að Biblíufélagsmenn sitja ekki auð- um höndum. Séra Sigurður vill gjarnan heim- sækja söfnuði og samtök til að kynna starf fé- lagsins svo að almenningur viti meira um það en raun ber vitni. Hann vinnur og að nokkru í þágu Hallgrímssafnaðar. En hann finnur einnig tíma til að sinna öðr- um verkefnum. Hann er stundakennari í trúar- uppeldisfræði og kennslufræði kristinna fræða við Kennaraháskólann. Þá er hann að semja námsefni í kristnum fræðum handa grunnskól- um í samvinnu við Iðunni Steinsdóttur rithöf- und. Undanfarin ár hefur hann notað hluta af sumarleyfisdögum sínum til að kenna á nám- skeiðum fyrir kristinfræðikennara sem haldin hafa verið á vegum nokkurra prófastsdæma í samvinnu við viðkomandi fræðsluskrifstofur. „Það er með ólíkindum Itversu vel þessi námskeið eru sótt miðað við fyrri daga. Ég hef síðastliðin þrjú ár hitt fleiri kennara en þau sex til sjö ár sent ég var námstjóri í kristnum fræð- um og hélt þá stundum námskeið og fræðslu- fundi. í þann tíð gat ég búist við þremur til fjór- um þátttakendum. Nú skipta þeir tugum og liafa jafnvel komist á annað hundrað.“ „Ein samviskuspurning að lokunr. Les fram- kvæmdastjórinn sjálfur Biblíuna?“ „Já, ég geri það. Ég les t.d. mikið í tengslum. við verkefni í starfi mínu. Helst les ég rit í sam- hengi. Ég vil ekki lenda í vanafari og breyti því til í lestrinum og fæ meira út úr því. Ég var í öllu uppeldi í návígi við Biblíuna. Það var þröngt heima og ég svaf lengi sem drengur í herbergi með foreldrum mínum og heyrði þau lesa Biblíuna og biðja. Síðan fór ég að sækja drengjafundi í KFUM. Já, Biblían varð hluti af hvunndeginunt frá því ég fór að draga andann. Biblían er ekki auðveld bók. Hún lætur mörgum spurningum ósvarað. Hún er líka á- leitin. Hún ónáðar okkur út af ýmsu sem við viljum fá að vera í friði með. Gildi Biblíunnar er mér fyrst og fremst það að hún birtir mér Krist. Og þrátt fyrir allar gát- VIÐTAL urnar og spurningarnar, allan sársaukann sem getur verið fólginn í því að fá ekki svar, þá birt- ir hún mér þann Krist sem tekur mig við hönd sér og segir: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Sú tylgd getur verið órofin þegar ég verð að skila þessu lífi. Fagnaðarerindið finnst mér vera: Mér er rétt hönd án tillits til þess hver ég er.“ Sá sent á þá trú er nálægt Guði, hvort sem hann situr uppi í háum kirkjuturni eða fer fót- gangandi um vindasamt skólavörðuholt mann- lífsins. Og það er fyrir mestu. - ba Efri myndin sýnir þýðingarnefnd Biblíufélagsins að slörfum, en sú neðri er af hópi starfs- manna Biblíufélaga víða í heiminum. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.