Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 10
AÐ UTAN AFRÍKA - BRÁÐUM KRISTIN HEIMSÁLFA ORÐ GUÐS ER ÞEIM LIFANDI „Það er líkast því að sprengju hafí verið varpað,“ segja sumir kirkjuleiðtogar í Afríku þegar talað er um útbreiðslu kristindómsins í álfunni. Hvergi í ver- öldinni breiðist kristindómurinn eins ört út. Aætlað er að á hverjum degi gerist 20 þúsund Afríkumenn kristnir. Af 500 milljónum íbúa Afríku er nálægt helmingurinn kristinn. Biblían hjálpar Afríkumann- inum að skilja að hann er jafnmikils virði í augum Guðs og hvíti maðurinn. H lutföll kynstofnanna innan kristninnar hafa breyst gífurlega síðan um aldamót. Þá voru 81% af öllum kristnum mönnum hvítir menn. í dag er meiri hluti allra kristinna manna litaður og miðdepill kristninnar hefur flust frá Vesturlöndum til þriðja heimsins, einkum til Afríku. Það eru til margar skýringar á örum vexti kristninnar í Afríku í dag. Meira en aldargam- alt kristniboð Evrópumanna hefur borið árangur og nú eru Afríkubúar að taka við sjálfir. Kristnir söfnuðir og kirkjur í Afríku eru að verða sjálfstæðar og guðfræði þeirra er ekki lengur háð guðfræði hvíta mannsins. Á meðan evrópskir guðfræðingar bögglast við að skýra út vandamál um trú og þekkingu eiga margir Afríkumenn auðvelt með að skilja sambandið milli Guðs og sköpunarinnar. Þótt Afríkumenn séu eins ólíkir innbyrðis og Evrópumenn, Asíumenn og Suður-Amer- íkumenn er hægt að tala um sértæka aðferð í biblíulestri sem er einkennandi fyrir Afríku- menn. Sú aðferð er sameiginleg í mörgum löndum Afríku. TT A Aeimur Biblíunnar er þeim ekki eins og saga frá löngu liðnum tímum, full af mótsögn- um eða, eins og sumir segja, slagbrandur fyrir alla heilbrigða hugsun. Borgari í fátæku landi Afríku á auðvelt með að setja sjálfan sig í spor persóna Biblíunnar og umhverfi þeirra. Hvort heldur er hann eða hún þekkja þau vel þurrka, drepsóttir, uppskerubrest og engi- sprettuplágur. Og fólkið í þorpinu er ýmist fiskimenn, fjárhirðar eða trésmiðir eins og í Biblíunni. Bókin endurspeglar þess vegna þeirra eigin líf, ekki síst sögurnar í Gamla testamentinu um ánauð Gyðinga í Egyptalandi, frelsun þeirra og hrakningar í eyðimörkinni. Þetta á allt hljómgrunn í hugum margra Afríkubúa. Enn þann í dag eru heilir þjóðflokkar á flakki eins og hirðingjar eða þá flóttamenn. Von- brigði þessa fólks og vonir eru þær sömu og Gyðinga forðum Kristinn Afríkubúi gjörir Guð að innsta kjarna lífs síns og hlustar eftir orði hans. Guð er æðsta úrskurðarvaldið sem maður á að móta líf sitt eftir. Biblían er bókin sem gefur honum vísbendingu um hvernig menn eiga að lifa saman. Krafan um tryggð og hlýðni, sem Guð í Gamla testamentinu leggur fyrir hina 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.