Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 18
AÐ UTAN Ákaindíánar fengu orð Guðs á móðurmálinu / Aður vígamenn, nú lærisveinar Fimm bandarískir biblíuþýðendur voru drepnir * árið 1956 þegar þeir reyndu að komast í kynni við A- kaindíána í frumskógum Ekvadors. Nú hafa Aka- indíánar fengið Nýja testamentið á tungu sinni. Þeg- ar haldin var hátíðasamkoma af þessu tilefni gekk einn vígamaðurinn, sem nú er kirkjuleiðtogi, til barna Nites Saint, eins Bandaríkjamannsins sem ráðinn var af dögum, og bað þau fyrirgefningar. - Við viljum ekki framar lifa eins og áður og sitja sífellt um líf okkar fólks og annarra. Okkur langar til að breyta í samræmi við orð Guðs. Ég hef heyrt frá því ég var drengur að við myndum fá Biblíuna. Nú er hún komin, mælti forseti Váraní-bandalagsins við athöfnina. sem urðu kristniboðunum fimm að bana árið 1956. Kristniboðarnir voru að freista þess að komast í kynni við Ákaindíána til þess að flytja þeim fagnaðarerindið um Jesúm Krist. Geketa segir nú sögu sína, það sem gerðist fyrir 57 árum: - Faðir minn var veginn þegar móðir mín gekk með mig. Þeir drápu liann með spjóti og gammurinn tók bein hans. Eg fæddist við Mýfljót. Ég óx úr grasi með vitneskjuna um dauða föður míns í hjarta mér. Mér var þetta hugstætt og ég vonaði sífellt að geta komið fram hefndum. Einu sinni klifraði Kóvi bróðir minn upp í tré til þess að leita ávaxtar á pálmatré. Hann lét hann falla til jarðar en þegar hann hugðist taka hann upp beit slanga hann og innan stundar var hann liðið lík. Við ákváðum að hætta að berast á bana- spjót og erum ekki lengur haldnir ótta. Við tölum ekki framar þannig að það leiði til manndrápa. íbúar þorpsins Teveanó, 70 að tölu, ásamt jafnmörgum frá sjö öðrum þorpum voru við- staddir hátíðina. Um morgunin voru 13 manns skírðir til kristinnar trúar í ánni. Ákaindíáni segir frá - Hvítu mennirnir töluðu mikið um Guð. Við hlustuðum og við skildum og tókum orð þeirra alvarlega. Við ákváðum að hætta að berast á banaspjót og erum ekki lengur haldnir ótta. Við tölum ekki framar þannig að það leiði til mann- drápa. Nú lifum við í trúnni á Guð. Þeir sem trúa ekki á hann eru enn að drepa hver annan. Þeir sem trúa, þeir lifa vaponí, bera umhyggju hver fyrir öðrum. Þannig kemst Geketa að orði, einn þeirra Mamma hafnar mér Móðir mín jarðaði hann og sagði við mig: - Þú ert lítill og einskis virði. Ég ætla að henda þér! Eftir það bar hún mig ekki lengur í dulunni sinni. Ég fór að gráta en Game systir mín bauðst til að bera mig. Ef hún hefði ekki tekið mig þá, væri ég ekki ofar moldu núna. Við Iteka vinur minn vorum í heiminn born- ir um svipað leyti. Við reikuðum saman um skóginn og skutum túkana og aðra fugla með blástursrörum. Einu sinni vorum við Iteka í garði móður minnar. Þá kom allt í einu hópur manna og rak alla í gegn, rétt eins og þegar við skjótum fugla í hreiðri með blástursrörum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.