Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 8
FRÁSÖGN ✓ Ast á veikri móður varð uppspretta söngs Kærleikur sem kennir til Söngurinn, „Eitt sinn Guðs son gekk umkring,“ er 90 ára gamall. Hann er enn mikið sunginn, t.d í Nor- egi og Danmörku, en einnig hér á landi. Höfundur- inn var tvítug, norsk stúlka, Helga Ingebrigtsen. Hún orti sönginn „2. júní 1903 klukkan hálffimm um morguninn,“ eins og hún segir sjálf í lítilli minnis- bók. Þar skráði hún sönginn í skyndi og hreinskrif- aði hann svo um daginn. Eflaust fýsir marga að vita hvað það var sem kallaði fram þá sterku löngun að hjálpa og þjóna í auðmýkt og kyrrþey sem söngurinn ber glöggt vitni um. Umhyggjan fyrir móður minni fyllti mig heilbrigðu, glöðu stolti og gerði mig dásamlega ríka þrátt fyrir mikinn ófullkomleika minn og að stundum hrönnuðust erfiðleikar upp í kring- um mig. Þegar ég liafði annast um móður mína í tvo áratugi andaðist hún í friði og gekk inn til hvíldarinnar hjá Guði.“ „Oljós áform“ Helgu um framtíðina höfðu nú tekið á sig skýra mynd en með öðrum hætti en hún hafði búist við. Þess vegna hlaut hún að gefa ungu fólki þetta heilræði. „Hlaupist aldrei frá verkum sem Guð hefur fyrirbúið ykkur. Þau fela í sér mikla blessun.“ Stúlka kemur af dansleik Hver Ijóðlínan af annarri myndaðist, hvert erindið af öðru. Brátt hafði þessi litli, einfaldi söngur orðið til. Óljósar framtíðarvonir Helga Ingebrigtsen fæddist í Álasundi í Nor- egi 1882 og átti heima þar. Faðir hennar var skipstjóri og dó langt fyrir aldur fram. Helga varð nemandi í Kennaraskólanum í Kristjáns- sundi og þegar hún hafði lokið prófum gegndi hún kennarastarfi um eins árs skeið á prestsetr- inu í Sunndal. En að því búnu hélt hún heim til móður sinnar sem þá var orðin ekkja. „Þegar ég kom heim var hugurinn fullur af óljósum áformum um framtíðina," skrifar hún. „Mig dreymdi meðal annars um að dveljast er- lendis um tíma. En móðir mín var mjög farin að heilsu, enda áttaði ég mig fljótlega á því að hún þarfnaðist aðstoðar minnar og liðsinnis, bæði fjárhagslega og að öðru leyti. Þetta varð mér eins og köllun sem ég hvorki vildi né gat vikist undan. Nóttina forðum gafst ungu stúlkunni sérstakt tilefni til þess að orða hugsanir sínar um bless- un þess að starfa í auðmýkt og kyrrþey. Góð vinkona hennar hafði heimsótt hana skömmu áður, „Bolla, bernskuvinkona mín frá Kristjánssundi,“ en hún hafði tekið þátt í söng- móti í bænum og hafði að sjálfsögðu verið ætl- að að gista hjá henni. Þegar liðið var á nóttina kom Bolla heim. Hugur hennar snerist allur um dansleik sem hún hafði tekið þátt í. Meðan hún var að hátta sagði hún lauslega frá dansleiknum. Lýsti fal- legum kjólunum, sem höfðu tekið kjólnum hennar langt fram, og glaumnum meðal þátt- takenda - og gremjunni sem alltaf sigldi í kjöl- farið. Og innan stundar var hún sofnuð. „En ég lá vakandi. Eg var lífsglöð, tvítug ungmey. Rétt sem snöggvast fannst mér eins og glaumurinn á dansleiknum heillaði mig. - En 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.