Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 21
KRiSTNIBOÐ
Mekane Jesús er biðjandi kirkja
Alhliða hjálp ■ en kross-
inn er kjarninn
Hið fyrsta sem ég tók sérstaklega eftir var hversu
andrúmsloftið í „Mekane Jesús,“ lúthersku kirkj-
unni, einkennist mjög af bæn og tilbeiðslu, segir
sænski guðfræðingurinn Agne Nordlander sem
kennt hefur um það bil eitt ár í prestaskóla lúthersku
kirkjunnar í Addis Abeba, Eþíópíu, í afar fróðlegri
grein sem hann hefur ritað. Nordlander heidur
áfram:
Ég hef ekki enn afrekað að fara svo snemma
á fætur á sunnudagsmorgni að í kirkju presta-
skólans hafi ekki verið fólk eða hún troðfull af
fólki sem var að biðja og beið þess að hámess-
an byrjaði klukkan 9,30 árdegis.
Þegar lokið er tveggja og hálfrar klukku-
stundar langri guðsþjónustu með 700-800 þátt-
takendum ef með eru talin um 300 sunnudaga-
skólabörn, þá láta menn hreint loft leika um
kirkjuna en hefja síðan fyrirbænarguðsþjón-
ustu. Hún varir í þrjár til fjórar stundir og þátt-
takendur eru álíka margir og áður. Allt sem
fólk gerir í þessu landi er untlukið bæn.
Biblían er áreiðanleg
Annað atriði undrast ég aftur og aftur. Það er
hið óhagganiega traust á orði Guðs. Ekki er til
neitt verra í heimalandi mínu, Svíþjóð, en að
vera bókstafstrúannaður og biblíustaglari. Orð-
um Biblíunnar geta menn hnikað til að eigin
vild eða dregið úr þeim, allt eftir því hvað þeim
„finnst“, hver „þeirra“ reynsla er af kærleika
Guðs o.s.frv. A þann hátt göngum við af orði
Guðs dauðu, við „sönsuin“ það svo að það
henti okkur. Afleiðingin er sú að trú okkar er
maðksmogin og yfirborðsleg.
Hér í Eþíópíu er grundvallarviðhorfið gagn-
stætt þessu. Menn treysta því að Biblían segi
satt, að hún komi með Krist til okkar, að við
getum vænst þess að eitthvað gerist þegar við
söfnumst saman í nafni Krists.
Astæðunnar er að nokkru leyti að leita í því
að nútímahyggja og veraldleiki Vesturlanda er
ekki enn komin til Eþíópíu - nema til smáhóps
menntamanna í Addis Abeba sem reyna auk
þess eftir mætti að flytjast búferlum lil Banda-
ríkjanna eða Evrópu.
150 þúsund nýir á einu ári
Þriðja atriðið sem vekur undrun er að hér
gerist það sjálfkrafa að ntenn breiða út trúna á
Jesúm Krist. Heima erum við að drekkja okkur
sjálfunt og söfnuðum okkar í orðaflaumi og
þvaðri. Og því meiri áherslu sem við leggjum á
að hver einstaklingur eigi að vitna um trú sína -
og að sjálfsögðu leggjum við mest upp úr verk-
Saga Mekane
Jesús ein-
kennist frá
upphafi af því
að hún hefur
mátt búa við
ofsóknir og
þær meiri en
við getum gert
okkur í hugar-
lund.