Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 23
til næsta skóla og sjúkraskýlis. Við Itverja kirkju höfðu þeir grafið brunn með höndunum. Allir þorpsbúar höfðu samþykkt að brunnarnir skyldu vera hjá kirkjunum enda yrðu þeir þá ekki eyðilagðir, sögðu þeir. Presturinn stjómaði einnig ræktunarátaki með áveitu. Þar ræktuðu menn kartöflur, maís, lauk, grænmeti, pipar og teff. Afurðunum var komið fyrir í geymslu uns þær voru seldar þeg- ar mest fékkst fyrir þær. Á þennan hátt gáfu bændumir tíund til kirkjunnar svo að söfnuð- irnir stóðu á eigin fótum. Þessir átta söfnuðir hafa orðið til á skömm- um tíma. í þeim eru tvö þúsund manns sem mega ganga til altaris. Presturinn sýnir að hann býr yfir andlegum krafti og skilningi á hagnýt- um verkefnum. Hitt dæmið er frá einangruðum stað í V- Eþíópíu. Þar hefur fagnaðarerindið nýlega skotið rótum. Einfaldar strákirkjur rísa Itver af annarri. Þær hafa varla verið teknar í notkun þegar þær eru orðnar of litlar! Fulltrúar héraðsins báðu lúthersku kirkjuna um hjálp. „Þið hafið hið rétta sniðið, þ.e. heild- arsýn sem stuðlar að því að við fáum bæði menntun, heilsugæslu og aðstoð til framfara. Þið eigið menn og peninga og þið hafið reynsl- una. Auk þess vitum við að þið viljið okkur vel. Þið arðrænið okkur ekki í pólitískum til- gangi.“ Allt til þessa dags hefur þessari kirkju, Mekane Jesús, lánast að varðveita krossinn sem kjarnann í alhliða starfsáætlunum sínum. Biðjum þess að svo megi einnig verða í fram- tíðinni. - Missionsvennen. Tignarleg Ijónsstytta prýðir Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu. Aðalstöðvar og þrestaskóli lúthersku kirkjunnar ílandinu eru í höfuðborginni. Þar er mikil kirkjusókn. BOKARKYNNING Höfundur: Arvid Mpller Heiti bókar: Sóster Annie: Hjemme i himlen Útgefandi: Lunde forlag, Osló „Hugsar þú oft um að þú sjálf munir deyja,“ spurði sjón- varpsmaðurinn, Arvid Möller, Annie Skau Berntsen á allra- heilagramessu 1992. „Já, ég hugsa oft um það,“ svaraði hún, „ég hlakka til. Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta Jesú. Ég horfi til þess að fá að þjóna honum dag og nótt í musteri hans. Því það er ekkert í heiminum eins dýrlegt og að þjóna Drottni Jesú.“ í lok nóvember, fyrir réttu ári, lést hún og náði takmarki sínu. Annie Skau Berntsen varð landsþekkt í heimalandi sínu, Noregi, árið 1985 er hún var þátttakandi í sjónvarpsþætti um líf hennar og störf og þó bókin lýsi fyrst og fremst fágætri himinlöngun systur Annie fáum við innsýn í það líf, líf sem algjörlega var helgað þjónustunni við Guð og Kínverja. Bókinni er skipt í kafla og innihalda þeir dreifðar myndir frá köll- unarstarfi hennar, upphafi starfsferils hennar í Kína sem ungrar konu, erilsömum starfsárum í Hong Kong, neyðinni, krafta- verkum og mörgu fleiru. Systir Annie lýsir tiliinningum og hug- sjónum sínum á einstæðan hátt þannig að undirritaður sá víddina í kristniboðsstarfinu á alveg nýjan hátt. Bókin er skrifuð á einfaldri Norsku og ætti því að vera skiljan- leg flestum sem einhverja kunnáttu hafa í Norðurlandamálum. Hjemme i himlen er kristniboðsbók en um leið uppbyggjandi vitnisburður uin trú, von og kærleika - og um himininn. Friðrik Hilmarsson SVÍÞJÓÐ: Nýr guðfræðiskóli „Byrjunin var ákaflega ánægjuleg,“ segir Bengt Birgersson, rektor í Safnaðarháskólanum, Församlingsfakultetet, í Gauta- borg, nýjum skóla sem settur var í september síðastliðnum. Kennslan hófst með þátttöku 25 stúdenta. í skólann sækja nemendur fræðslu sern þeir þurfa til að gangast undir embættispróf í guðfræði. Skólinn hefur ekki rétt til að útskrifa nemendur svo að þeir taka próf í háskólanum í Gautaborg. Forstöðumenn skólans vilja leggja áherslu á að í kennslunni komi fram traust á óskeikulleik Biblíunnar og fastheldni við játningar kirkjunnar. Kennarar í guðfræði í ríkisháskólum í Svíþjóð eru ekki bundnir játningunum. I þeim skólum þykir gæta áhrifa hinnar svonefndu frjálslyndu guðfræði. Safnaðarháskólinn í Gautaborg hefur að fyrirmynd Biblíustofnunina í Danmörku, svo og Safnaðarháskólana þar og í Noregi. Stúdentarnir 25 eru úr ýmsum „fylkingum“ í sænsku kristnilífi eins og Fosterlandsstiftelsen, kristilegu skólahreyfingunni, fríkirkjum o.s.frv. Enn sem komið er annast „gestafyrirlesarar“ kennsluna og má þar nefna kunna menn eins og Bengt Hágglund, Bertil Gártner, Per-Olof Sjögren, Ezra Gebremedihn og marga aðra. Þeir sem standa að skólanum reka einnig frjálsan, kristilegan menntaskóla. 0

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.