Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 20
AÐ UTAN inn sem var með honum. Það var farið að rökkva. Við fórum hús úr húsi og drápum alla sem við komumst yfir. Ima vaggaði sér í hengi- rúminu sínu. Tveir menn ráku hann í gegn með spjótum sínum - og ég stakk hann aftur og enn einu sinni ... Við kveiktum í húsinu. Þar brann Ima inni. Þannig vorum við áður. Einu sinni bar svo til að flugvél flaug yfir okkur. Hún hnitaði hringi og kastaði fötum og hnífum niður til okkar. Þeir hrópuðu: - Komið! Komið með okkur! Nampa skildi að Dajúma systir hans væri á lífi og byggi með kóvodum úr því að þeir gátu kallað á tungu okkar. Kristniboðarnir fimm Flugvélin kom aftur og lenti á sandeyri við ána. Nokkrir Akamenn gengu til móts við komumenn. Seinna þetta kvöld reiddist Mampa vegna brúðkaups sem hann sætti sig ekki við. Hann gáði að einhverjum sem hann gæti svalað reiði sinni á, tók öll spjótin sín og öskraði til mín: - Komdu, drepum nú. Kóvodarnir eru hér skammt frá. Nú er tækifærið okkar, komið. Drepum þá! Gímadí var ein kvennanna. Hún mælti: - Já, mennirnir í flugvélini eru mannætur og þeir eru komnir til þess að éta höfuð okkar. Við tókum spjótin okkar og lögðum af stað. Við vorum í vígahug. Kóvodarnir voru á sand- inum og kölluðu á okkur. Mampa hljóp til eins þeirra og mundaði spjót sitt. Hann kastaði því og maðurinn féll dauður til jarðar. Við drápum annan. Hinir tóku til fótanna og við gerðum út af við tvo til viðbótar. Síðasti kóvodinn hrópaði: - Drepið ekki! Drepið ekki! Við skildum orð hans. - Við kom- um einungis til þess að kynnast ykkur! Við ætl- um ekki að ráða ykkur bana. Hvers vegna drep- ið þið okkur? Hann stóð á trjástofni úti í ánni. Þá rak Kímó spjót í brjóst hans og hann féll í ána. Að því búnu héldum við heim, brenndum hús okkar og flýðum inn í skóginn. Þar settumst við að. Þegar ég hugsa um þetta líður mér hræðilega illa. Kóvodamir höfðu ekkert illt í hyggju. Þeim gekk gott eitt til. Nýtt líf Seinna fór önnur flugvél að koma. Þeir létu gjafir falla niður til okkar, hnífa og föt. Og við sögðum: - Það hlýtur að vera kærleikur sem knýr þá til að gefa okkur þetta. Okkur var ljóst að þeir ætluðu ekki að gera okkur mein, og við sögðum: - Nú er nóg komið af manndrápum með spjótum. Förum að hitta þá. Síðan gekk ég til þeirra, við hjónin og nokkrir aðrir, og þeir komu til okkar. Og nú lif- um við saman. Kóvodarnir töluðu mikið um Guð. Við hlustuðum og við skildum þá. Við tókum orð þeirra um Guð alvarlega og ákváðum að hætta að ráða hver öðrum bana. Við erum ekki lengur haldnir ótta. Við erum hættir að breyta þannig að það leiði til vígaferla. Nú lifum við í trúnni á Guð. Þeir sem trúa ekki halda áfram að farga hver öðrum. Þeir sem trúa lifa vapóní, bera um- hyggju hver fyrir öðrum. Það er ekki einu sinni ár síðan nokkrir piltar ráku systur mína Game í gegn með spjótum, hana sem bjargaði lífi mínu með því að bera mig í dulunni sinni. Þeir drápu hana, alveg eins og forfeður okkar voru vanir að gera. Ég reiddist ógurlega þessum glæp þeirra við systur mína. Aður hefði ég jafnskjótt gengið af þeim dauðum. Nú trúi ég á Guð og ég vil ekki fremja slíkt framar. Við jörðuðum liana. Ég var sárhryggur en við verðum að láta lífið halda áfram. Kóvodar kalla okkur Áka, villingana. En við erum menn. Við erum Váraníar. (Öyvind Ökland, Dagen). Góðar fréttir frá Konsó Mörgum kristniboðsvinum er kunnugt um að erfið- leikar hafa verið í söfnuðinum kringum kristniboðsstöð- ina í Konsó í Eþíópíu undanfama mánuði. Hefur sumum þótt gæta öfga í hegðun unga fólksins á guðsþjónustum og samverustundum en leiðtogarnir ef til vill ekki haft fullan skilning á viðhorfum hinna yngri og því ekki tekið rétt á málum svo að mikil misklíð hefur staðið starfinu fyrir þrifum. Nú lægði öldurnar fyrir nokkru en aftur tóku harðir vindar að blása. Síðustu vikur hefur mikið verið beðið fyrir þessu og kristniboðar og heimamenn lagst á eitt um að leysa deil- urnar. Seint í nóvember bárust þær fréttir að fullar sættir hefðu tekist milli aðila og ríkti nú friður meðal safnaðar- fólksins. Kristniboðarnir senda kristniboðsvinum þakkir fyrir bænir þeirra og óska þess jafnframt að haldið verði áfram að biðja fyrir söfnuðinum svo að öll sár megi gróa og einhugur ríkja meðal kristinna Konsómanna. Þegar kveðjan var send voru allir kristniboðamir nema Helgi Hróbjartsson staddir í Addis Abeba ásamt börnum sín- um. !© liptanfi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.