Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 24
MERKIR MENN Sá sem týnir lífi sínu mun finna það Kristinn, hvað sem það kostar í byrjun þessarar aldar mátti sjá ungan Indverja ganga um kring í heimalandi sínu og vitna um Jesúm Krist fyrir öllum sem á vegi hans urðu. Hann var í hvítum klæðum en það benti til þess að hann væri sadú, maður sem hefði helgað sig andlegum mein- lætalifnaði allt frá æsku. Sundar var enn barn að aldri þegar með honum vaknaði ó- slökkvandi þrá eftir að fínna sannleik- ann. Það vakti að vonum undrun meðal fólksins að hann boðaði persónulegan Guð kristinna manna í stað hins algyðislega „máttar“ sem hindúar tala um. En það varð ekki af honum skafið að hann var andlegur maður og að hann neitaði sér um lífsgæðin. Fötin, sem hann gekk í, voru aleiga hans og þannig líktist hann meist- aranum sem átti hvergi höfði sínu að að halla. Maðurinn hét Sundar Singh. Það er ómaks- ins vert að kynna sér sögu hans, ekki síst fyrir okkur, trúsystkini lians í nægtaþjóðfélögum Vesturlanda. Drengur leitar sannleikans Sundar Singh fæddist 3. september 1889 í Rampúr í ríkinu Patíala. Faðir hans var efnaður landeigandi og fjölskyldan bjó við mikinn munað meðan börnin voru að alast upp. Sundar var yngsti sonurinn. Reyndar fór móðir hans á svig við hinn við- urkennda lífsstíl fólksins. Hún fann fyrir átak- anlegum tómleikanum undir hinu yfirborðslega áhyggjuleysi. Sundar var henni einkar kær og því sagði hún oft við hann: „Þú mátt ekki vera hirðulaus og veraldlegur eins og bræður þínir. Leitaðu sálu þinni friðar, elskaðu trúarbrögðin og þú verður einhvern tíma guðrækinn sadú.“ Með einhverjum hætti komst hún líka í kynni við bandarískar konur sem voru kristni- boðar og þær heimsóttu hana stöku sinnum. Pilturinn var aðeins 14 ára þegar hann missti móður sína en áhrif hennar á soninn vöruðu við alla ævi hans. Sundar var enn barn að aldri þegar með hon- um vaknaði óslökkvandi þrá eftir að finna sannleikann. Hann var ekki nema sjö ára þegar hann hafði lesið hið fræga fræðsluljóð hindúa, Bhagavad-gita, Ljóð drottins, en í því eru 700 erindi. A unglingsárunum hélt hann áfram að kynna sér helgirit, meðal annars Kóraninn, og sat oft yfir þeim langt fram á nótt. Vissulega aflaði hann sér þekkingar en hjarta hans var friðvana. Hörð viðbrögð Nú lá leið hans í skóla sem starfræktur var á vegum öldungakirkjunnar. Þar hóf hann að lesa Nýja testamentið. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að viðhorf þeirrar bókar gengu þvert á allar undirstöðukenningar hinna trúar- bragðanna. Sundar gerðist nú forsprakki nemenda sem börðust gegn kristindómnum. Hann reif mörg blöð úr Nýja testamentinu og henti þeim í eld- inn. Eitt sinn bar skugga af kristniboða á Sund- ar og var hann þá heila klukkustund að þvo hann af sér! Jafnframt fylltist hann beiskju vegna þess að hin fornu, hefðbundnu trúarbrögð veittu honum ekki sjanti, algjöra fullnægju sálarinnar sent

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.