Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 11
útvöldu þjóð, finnur Afríkumaðurinn að er krafa til hans sjálfs í dag. Þess vegna tekur hann boðorðin tíu eins alvarlega og kenningu Nýja testamentisins. Biblían hjálpar Afríkumanninum að skilja að hann er jafnmikils virði í augum Guðs og hvíti maðurinn. að er talið að 1720 ólík tungumál séu töl- uð í Afríku og öll Biblían sé til á 105 þeirra tungumála. Auk þess eru til minni hlutar Bibl- íunnar á 400 Afríkumálum. Starfsmenn afrísku Biblíufélaganna segja að það séu bókstaflega talað milljónir Afríkubúa sem hafa tekið kristna skírn en bíði eftir því að geta fengið Biblíuna til að lesa í henni eða láta aðra lesa í henni fyrir sig. Æskulýðsleiðtogi á vegum Biblíufélagsins í Úganda, Onange Franco, segir: „Löndin okk- ar geta aldrei breyst til batnaðar nema fólkið sjálft breytist. Það verður að gefa öllum kost á að geta lesið Biblíuna svo þeir heyri Guðs orð og gefi Guði rúm í hjörtum sínum. Án Bibl- íunnar er engin von um framtíð landanna. Við getum ekki látið okkur nægja að gera við hrunin hús. Ef við hugum ekki að sálum fólks- ins getur ástandið aldrei batnað.“ Menn á Vesturlöndum, sem haldnir eru blindri heimshyggju, hafa yfirleitt ekki áhuga á andlegu ástandi Afríkubúa. Þegar fjölmiðl- ar flytja fréttir frá þessari miklu álfu eru þær nær eingöngu í sambandi við hungursneyðir eða borgarastyrjaldir. Engu að síður er samfara hinni miklu lík- amlegu neyð mikið andlegt hungur og það er þörf fyrir mikið fé til að útvega allar þær mill- jónir Biblía sem beðið er eftir. Biblíufélögin láta líka útbúa litla biblíu- texta bæði fyrir börn og fullorðna sem eru að læra að lesa. Þannig taka þau virkan þátt í að útrýma ólæsi. í 14 löndum Afríku hefur fjöldi lesandi fólks tvöfaldast á síðustu tíu árum. Ástr. Sigursteindórsson þýddi úr Nyt fra Bibelselskabet, Danmörku. npŒufí aa Gjafir til starfsins Fjárþörf þeirra félaga sem að útgáfu Bjarma standa er öllum kunn. Og margir eru þeir sem reglulega leggja fram gjafir sínar hvort sem er til starfs KFUM og KFUK, Kristilegu skólahreyfing- arinnar eða Kristniboðssambandsins. Sumir gefa jafnvel öllum félögunum eitthvað. Með nútímatækni er hægt að koma þessum föstu gjöfum í ein- faldan farveg. Fyrir þá sem nota VISA kort býður VISA - Island upp á þjónustu sem hentar vel. ALEFLI er gjafakerfi sem tryggir félaginu þínu eða kristniboðinu inánaðarlegt framlag þitt - og engin hætta á að þú gleymir að gefa. Sér þá VISA - ísland um að skuldfæra kortið þitt fyrir þeirri upphæð sem þú hefur ákveðið svo lengi sem þú vilt. Hægt er að skrá sig fyrir slíkri gjöf með því að snúa sér til næsta banka eða sparisjóðs og biðja um ALEFLIs- eyðublað, fylla það út og afhenda þar. Einnig má snúa sér til Aðal- skrifstofunnar. Þeir sem nota EUROCARD geta líka gefið mánaðarlega en þeir verða að hafa samband við Aðalskrifstofuna á Holtavegi sem sér þá um að skuldfæra kortið. í þriðja lagi er til leið fyrir þá sem ekki nota greiðslukort. Hún er að fá senda til sín gíróseðla mánað- arlega sem greiða má í hvaða banka sem er. Bjarmi vill vekja athygli lesenda sinna á þessu og benda á að þjónusta VISA-Island er sú ódýrasta af þessum sem nefndar hafa verið. Kostnaður félagsins, sem gefið er til, er aðeins 15 kr. af hverjum 1.000,- meðan kostnaður við hvern gíróseðil, sem sendur er út er um 100,- kr. Ef þú vilt koma þínuin gjöfum í fastan farveg getur þú haft samband við Aðalskrifstofuna við Holtaveg í síma 91-678899 og fengið þar frekari upplýsingar. Og mundu að „Guð elskar glaðan gjafara“. Notuðu frímerkin mega alls ekki lenda í ruslakörfunni. Lát- um kristniboðið njóta þeirra. Gott er að klippa þau af umslag- inu og hafa svo sem hálfs sentímetra spássíu allt í kring. Frí- merki á þó ekki að klippa af umslögum úr ábyrgðarpósti held- ur skal umslagið vera óskert. Þetta má senda til Aðalskrifstof- unnar eða afhenda það einhverjum félaga í kristniboðsfélögun- um. Bæði íslensk fríinerki og útlensk, ný og gömul eru þegin með þökkum. Safnast þegar saman kemur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.