Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1995, Qupperneq 20

Bjarmi - 01.06.1995, Qupperneq 20
Skráöir kórfélagar eru 70 talsins, á fý fleiri stráka þá er kórinn samt ekki hjónabands- aldrinum 13-30 ara. miðlun! 70 skrábir í kórinn HvaÖ eruÖ þiö mörg? „Það eru 70 skráðir í kórinn núna. Það má segja að það sé 50 manna kjarni. Það bættust mjög marg- ir nýir við síðasta haust þegar kórinn kom saman eftir sumarfrí. Það hafa komið krakkar í kórinn, sem voru ekki í neinu samfélagi áður, en höfðu bara áhuga á gospeltónlist." „Mér var eiginlega alveg hætt að lítast á blikuna á fyrstu æfingunni í vetur þegar salurinn sem við æfum í var orðinn fullur af krökkum," segir Ester. „Ég þekkti ekki nærri því alla þessa krakka og ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því að halda Eg þekkti ekki nærri því alla þessa krakka og ég vissi ekki hvernig ég œtti aðfara að því að haláa utan um þetta. utan um þetta. Ég hafði talsverðar áhyggjur af þessu, en svo fannst mér Guð tala til mín og segja mér að hætta að hafa áhyggjur, hann væri að senda þessa nýju krakka í kórinn og hann myndi sjá fyrir þessu öllu. Ég hef ekki neitað neinum um að vera með í kórnum. Ég tek samt alla í raddprufu, en það er aðallega í þeim tilgangi að kynnast aðeins hverjum og einum og svo auðvitað til að vita hvaða raddir krakkarnir eiga að syngja. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel þrátt fyrir allan þennan fjölda. Guð hefur svo sannarlega leitt þetta áfram. Ég hefði aldrei getað staðið í þessu upp á eigin spýtur. Ég er ekkert menntuð í tónlist eða neitt svoleiðis," segir Ester. Hvernig finnst ykkur ganga aÖ blancla svona samanfólki úr ólíkum samfélögum? „Ofsalega vel! Við erum öll eitt, öll í fjölskyldu Guðs. Við finnum ekki fyrir neinum ríg og erum öll mjög góðir vinir.“ Framtíbin Ester stefnir að því að flytja til Akureyrar bráðlega og kemur ekki til með að stjórna kórnum næsta vetur. Hann mun samt halda áfram undir stjórn annarra aðila, en það er ekki alveg fullfrágengið 20

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.