Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 8
um að styrkja mig og gefa mér frið. Og ég get ekki lýst þeim friði sem kom yfir mig á þeirri stundu. Ég fór heim um kvöldið og svaf vel um nóttina. Strax daginn eftir byrjaði fólk að hringja og koma til mín. Við vorum um- kringd biðjandi fólki allan tímann og áfram eftir að Guðni dó. Það kom til okkar að hugga okkur, biðja og lesa með okkur úr Guðs orði. Vinir okkar komu með mat og kökur. Ég var með fullt hús af fólki frá Bandaríkjunum og það var séð fyrir okkur þessa fyrstu daga eftir að Guðni dó. Þannig sýndu margir okkur mikla umhyggju og kær- leika. Ég get nefnt sem dæmi að góð vinkona mín fór með mér út að ganga á hveijum degi í heilt ár. Við gengum oft niður að sjónum og ég gat bara talað og talað og hún hlustaði. Aðrar vinkonur fóru með mér í vatnsleikfimi tvisvar í viku og enn ein fór með mér á samkom- ur í KFUM og KFUK, en mér fannst einmitt svo erfitt að fara ein á sam- komu. Svo get ég aldrei þakkað nógu mikið fyrir bænahóp nokkurra kvenna sem hittist í hverri viku. Ég mátti alltaf hringja og biðja þær um að biðja fyrir okkur. Þannig hjálpuðu kristnir vinir mér í gegnum þessa reynslu. Þegar Gunnar sonur minn greindist með krabbameinið og fór í meðferð gerðist það sama. Trúaðir vinir umvöfðu okkur í fyrirbæn og þá bættust í hópinn vinir hans í Gídeonfélaginu. Mér þótti það svo sérstakt af því að pabbi hans var dáinn að þar voru eldri menn sem stóðu með honum og báðu fyrir honum. Allt þetta sýnir mér hve umhyggjan og kær- leikurinn er mikils virði þegar við tök- umst á við áföll lífsins og hvað það er gott að eiga trúaða kristna vini sem geta beðið fyrir okkur og með okkur. Huaða gildi hefur trúin á Jesú Krist haft Jyrir þig á timum erfiðleika, þjáningar og sorgar? Trúin kom ekki í veg fyrir að ég var sorgmædd. En ég hefði ekki getað kom- ist í gegnum þessa erflðleika og sorg án trúar minnar. Ég las mikið í Biblíunni, meðal annars vers um ekkjur og mun- aðarleysingja, þar sem Guð lofar að hjálpa þeim og blessa sérstaklega. Sem dæmi get ég nefnt Sálm 146:9 þar sem segir að Drottinn annist ekkjur og föð- urlausa. Ég las oft þessi fyrirheit um að Guð mundi hjálpa okkur gegnum allt. Einnig orð Jesú þar sem hann segir: Ég er með ykkur alla daga allt til enda ver- aldar. Ég var þess fullviss að Guð var með okkur þrátt fyrir allt. Ég var vissu- lega langt niðri og sorgmædd, grét oft og var einmana. En ég fann alltaf að Jesús gekk með mér gegnum þetta allt. Misstirðu aldrei vonina þannig að þú gæfist upp á Guði? Varðstu aldrei bitur eða reið? Nei, ég missti aldrei vonina og ég gafst ekki upp á Guði. Ég varð heldur ekki bitur eða reið út í hann. Mér leið oft illa og ég skildi ekki af hverju þetta allt gerðist. En ég vissi að Drottinn var hjá mér jafnvel þótt ég færi um dimman dal, eins og segir í Daviðssálmi 23. Ég hafði verið trúuð frá þvi að ég var lítil stelpa og mörg biblíuvers sem ég hafði lært voru mér huggun á þessum tíma. Ég skildi jafnvel betur en áður hvað vonin og trúin á Guð hjálpar okkur mikið. í þessu sambandi langar mig að minna á orð í Rómveijabréfinu 8:38: „Þvi að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstand- andi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist i Kristi Jesú Drottni vorum." Þetta og mörg önnur biblíuvers sem fólk minnti mig á urðu til að styrkja mig í voninni og trúnni og einnig það að ég hafði biðjandi fólk i kringum mig. Fyrirbænin er ómetanleg og það er svo gott að geta hringt í fólk og beðið það að biðja fyrir sér. Hvað viltu segja við fólk sem glímir við þjáningu, sorg og dauða og er ef til vill orðið biturt og vonlaust? Ég get fyrst og fremst bent á það sem mér finnst gott að gera en það er að hafa samband við trúað kristið fólk sem ég treysti og get talað við og beðið um fyrirbæn. Þá finnst mér einnig nauðsyn- legt að biðja sjálf og lesa Guðs orð. Það er mikilvægt að standa ekki ein. Við þurfum alltaf á þvi að halda að fá ein- hvem eða einhveija til að hjálpa okkur gegnum erfiðleikana. Þar sem ég vinn á sjúkrahúsi hitti ég oft fólk sem þarf að takast á við sjúkdóma, erfiðleika, sökn- uð og sorg. Sumt af því fólki leitar til miðla og nýjaldarfólks en mér íinnst það jafn-vonlaust og biturt eftir sem áður. Ég er fullviss um að besta leiðin er að leita til trúaðs kristins fólks eða prests og biðja um hjálp og fyrirbæn. Ég hef oft fengið fyrirbæn og get vitnað um hvað það hefur hjálpað mér mikið þvi að Guð heyrir bænir. Og við getum treyst því að Jesús er hjá okkur og skilur okkur þeg- ar okkur líður illa. Mér finnst einnig nauðsynlegt að finna eitthvað sem ég get gert til að hjálpa öðrum. Fyrst eftir að Guðni dó vom strákamir mínir heima og ég hafði nóg að gera. Svo kom að því að þeir Við purfum alltafá pvíað halda aðfá einhvern eða einhverja til að hjálpa okkur gegnum erfiðleik- ana. Þar sem ég vinn á sjúkrahúsi hitti ég oft fólk sem parfað takast á við sjúkdóma, erfiðleika, söknuð og sorg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.