Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1998, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.05.1998, Qupperneq 9
kvæntust og fluttu að heiman og ég var ein eftir. Ég þurfti því að finna mér verkefni. Ég tek meðal annars þátt í starfi KFUM og KFUK og ég er með biblíuleshóp hérna heima. Mér finnst skipta miklu máli að gera það sem mér flnnst gaman og að reyna hjálpa fólki sem þarf á þvi að halda. Þá hef ég engan tíma til að vera ein- mana. Nýjasta verkefnið mitt er að ég á nú þrjú lítil bamaböm og það finnst mér stórkostleg gjöf Guðs og þau hafa fyllt svolítið tómarúm sem var innra með mér. Hvað hefur sú reynsla sem þú hefur gengið í gegnum kennt þér fyrst og fremst þegar þú horfir til baka? Hún hefur kennt mér að trúin á Jesú getur bjargað mér í hvaða erfiðleikum sem er og að þegar ég er lengst niðri er Guð hjá mér. Ég veit að ég er hans barn og að hann elskar mig. Mér finnst ég koma út úr þessu með sterkari trú en þegar allt lék í lyndi. Þetta hefur einnig sýnt mér að ég á marga vini sem láta sér annt um mig og eru tilbúnir til að hlusta og biðja og það er ómetanlegt. Það hefur einnig kennt mér að biðja fyrir öðrum og reyna að heimsækja og hringja í fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Aður hélt ég mér meira til hliðar en nú veit ég hvað það var mikil huggun að fólk kom til mín og hringdi í mig þegar mér leið illa. Sem hjúkrunarkona er ég einnig farin að skilja betur fólk sem á við sjúkdóma að stríða og að- standendur þess. Það hjálpar mér að hugga og likna. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa leitt mig og varðveitt í gegnum erfiða tíma. *> Halldór Reynisson 1 Ný dögun samtök um sorg og sorgarviðbrögð Ný dögun er nafn á samtök- um um sorg og sorgarvið- brögð og hafa þau starfað í nokkur ár. Bjarmi hafði samband við sr. Halldór Reynisson. prest í Neskirkju í Reykjavík, og bað hann um að segja í stuttu máli frá samtökunum en Halldór á sæti í stjóm þeirra. Samtökin Ný dögun helga sig starfi fyrir syrgjendur. Þau standa fyrir fræðslu- fundum um sorg og sorgarviðbrögð, svo- nefndum „opnum húsum“, þangað sem syrgjendur geta leitað og fengið stuðning í sorg sinni, og útgáfu fréttarita og blaða um sorg og sorgarviðbrögð. Samtökin voru stofnuð 8. desember 1987 og var sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur íýrsti fonnaður þeirra. Tildrög voru þau að veturinn á undan hafði komið saman hópur syrgjenda undir handleiðslu Páls Eiríkssonar geð- læknis og m.a. staðið fyrir fjölsóttri nám- stefnu um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík og á Akureyri. Til að byija með vom fræðslufundir haldnir i Hallgríms- kirkju og simavakt var sett upp með að- stöðu á Borgarspítalanum. Seinna vom fundir samtakanna svo í Laugarnes- kirkju og safnaðarheimili Grensáskirkju en em nú í Gerðubergi í Efra-Breiðholti. Starf Nýrrar dögunnar er með eftirfar- andi hætti: 1. Fræðslufundir em að jafnaði einu sinni í mánuði frá því í september og fram í apríl-maí. Á þessum fund- um er fjallað almennt um sorg og sorgarviðbrögð, barnsmissi, for- eldramissi, andvana fæðingar og fósturlát, sjálfsvíg, sorg unglinga og svo framvegis. Fýrirlesarar em sér- fræðingar, s.s. sálfræðingar, lækn- ar, hjúkmnarfræðingar og prestar, en einnig tala syrgjendur sjálfir. Fræðslufundirnir eru að jafnaði íyrsta íimmtudag í hveijum mánuði i Gerðubergi og hefjast kl. 20. 2. Opin hús em að jafnaði mánaðar- lega og þangað geta syrgjendur leit- að eftir stuðningi og ráðgjöf. Yfir- leitt em þar nokkrir sjálíboðaliðar, sjálfir úr hópi syrgjenda sem starfa undir leiðsögn sálfræðings. Opnu húsin em að jafnaði þriðja fimmtu- dagskvöld í hverjum mánuði í Gerðubergi og hefjast kl. 20. Yfir- leitt em ekki opin hús á sumrin. 3. Ný dögun er með símatíma annan hvem fimmtudag kl. 18 - 20. Síma- númer samtakanna er 557 4811. 4. Þá hefur Ný dögun staðið fyrir nærhópum fyrir syrgjendur og em 6-10 manns í hverjum hópi. Stjóm Nýrrar dögunar 1998 - 1999 kosin á aðalfundi 16. apríl 1998 er þannig skipuð: Sr. Gylfi Jónsson, fomiaður Elísabet Ingvarsdóttir, gjaldkeri Dagný Hildur Leifsdóttir, ritari Arndís Sævarsdóttir sr. Halldór Reynisson í varastjórn eiga sæti: Guðrún Ásgrímsdóttir Rósa Guðnadóttir Vilhelmína Þorsteinsdóttir Heimilisfang Nýrrar dögunar er: Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð Menningarmiðstöðinni Gerðubergi v/Austurberg 111 Reykjavik Halldór Reynisson er prestur í Neskirkju í Reykjavik.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.