Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1998, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.05.1998, Qupperneq 12
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson Biblfulestur Markús 13 Að halda vöku sinni iminn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið þvi, þér vitið ekki, nær húsbónd- inn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi, þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið! (Mark. 13:31-37). Bollaleggingar um heimsendi eru ekki einkamál Votta Jehóva þvi á öllum tím- um hafa menn velt íyrir sér upphafi og endalokum manns og heims, hvernig himinn og jörð muni líða undir lok. Þannig er til heil bókamennatagrein sem meira eða minna fæst við þennan vanda, þ.e.a.s. hinar svo kölluðu vís- indaskáldsögur. Oft er í þessum bók- menntum lýst baráttu manna við ill öíl sem stefna að tortímingu manns og heims. Að baki þessara frásagna liggur djúpur siðferðilegur boðskapur og ákall til okkar eða lesandans um að huga vel að þeirri stefnu sem við í skeytingarleysi eða gróðahyggju erum að marka í nútíð- inni og að þessi eigingimi mun ekki ein- ungis stefna framtíð afkomenda okkar í hættu heldur kalla yfir þá bölvun og tortímingu. Það gefur að skilja að í þessum bókmenntum eru skilin á milli góðs og ills oft skýr og lesandinn er jafnan hvattur til að taka afstöðu með réttum málstað og það nú þegar. Þessar vangaveltur eru einnig vinsælt viðfangs- efni í kvikmyndum og hér eru skilin ef til vill enn þá ljósari þar sem hin illu öíl stefna að gjöreyðingu alls lífs. Alla vega er boðskapurinn skýr: Ef við tökum af- stöðu með tortímingaröflunum með beinni ákvörðun eða hugsunarleysi glöt- umst við, en rísum við upp gegn þeim björgum við lífi og frelsumst. Öllu máli skiptir að halda vöku sinni. Þessi áhugi er ekki nýr heldur mótaði hann mjög svo hugsun manna í samtíð Jesú. Þá eins og nú voru menn óþreyt- andi í að benda á bresti samfélagsins og notuðu til þess óspart lýsingar á kom- andi heimsendi og dómi. Þeir voru sannfærðir um að Guð dæmdi syndara til eilífrar útskúfunar og réttláta til ævarandi sælu, hann myndi svo reisa ríki sitt fyrir þá en úthýsa heiðingjum, sem yrðu í besta falli þjónustulið. Jesús boðar líka lok alls og texti okk- ar er einmitt tekinn úr einni slíkri ræðu. Jesús talar í henni um komu falsspá- manna og stríð, erfiðleika og þrenging- ar. Boðun hans sem slík aðgreinir sig við fyrstu sýn lítt frá heimsslitræðum samtímamanna hans, en við nánari lestur kemur í ljós að það vantar alveg ítarlegar útleggingar á örlögum þeirra sem frelsast og þeirra sem glatast. Það sem er afgerandi er að Jesús dregur úr öllum ofsa og hræðslu gagnvart heimsendi. Hann leysir væntingar okkar úr viðjum dómssýki en tengir þær við uppbyggilegt: trúarlíf. Þannig vill Jesús að við forðumst tvennt, annars vegar of mikla spennu gagnvart hinum komandi endi og hins vegar sofandahætti. Því V.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.