Bjarmi - 01.05.1998, Side 18
Gyða Karlstlóttir
Það er ekki hægt
að leggja sannleikann
í salt
Iófullgerðri Grafarvogskirkju
hefur verið til sýningar um
nokkurt skeið leikritið „Heilag-
ir syndarar" eftir Guðrúnu Ás-
mundsdóttur. Gyða Karlsdóttir
leit inn til Guðrúnar og forvitnaðist um
inntak verksins og aðdraganda þess að
það var sett upp.
Hvað kom til að þú skrifaðir leikritið
Heilaga syndara?
Aðdragandann má rekja til þess þegar
ég heimsótti konu úti í Lundi fyrir níu
árum, Birgittu Hellested sem þá var
leikhússtjóri fyrir kirkjuleikhúsinu í
Lundi, en hún er nú látin. Birgitta hafði
komið til íslands og séð leikritið Kaj
Munk og verið mjög hrifin. Hún sagði
mér sögu af vini sínum, sænskum
presti sem starfaði í Sviss um nokkurt
skeið en fór heim til Svíþjóðar til þess
að deyja. Hann kom til hennar beint af
flugvellinum eftir heimkomuna frá Sviss
og sagði henni hvað hann hefði gert:
Hann hafði sagt söfnuði sínum að hann
væri samkynhneigður. „Ég veit ekki af
hverju ég gerði þetta,“ sagði hann. „Af
hverju fór ég ekki bara heim og dó með
þessa aðdáun fólksins?“ En hún sagði
við hann: „Þú skalt sjá, þú missir ekki
einn einasta vin." Og það gekk eftir. Það
stutta, sem hann átti eftir ólifað,
streymdi fólk til hans. Það var eitthvað
heilagt, eitthvað óútskýranlegt sem
gerðist. Og af því að mér hafa alltaf
fundist leyndardómarnir mest spenn-
andi, ekki þetta sjálfsagða, þá settist ég
niður og skrifaði leikrit. Áður en ég byij-
aði að skrifa leitaði ég að ritningargrein-
um um afhjúpunina og það að allt sem
er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.
Þetta virðist vera mjög mikilvægt í krist-
indóminum. Ef við játum syndir okkar
og látum af þeim, þá munum við mis-
kunn hljóta. Það var það sem gerðist
með þennan mann. Það er þvi algjör til-
viljun að ég fer að skrifa um samkyn-
hneigt fólk.
Skiptir það máli að hann var samkyn-
hneigður?
Þegar þetta gerðist fyrir níu árum, að
hann viðurkenndi samkynhneigð sína
með þessum hætti, þá var það alveg
ægilegt hneyksli og það ekki síst vegna
þess að þetta var einhver virtasti og
magnaðasti predikari Svía, maður sem
fólkið vildi hafa heilagan, hafa á stalli.
En hann kaus að afhjúpa sjálfan sig
rétt áður en hann yfirgaf söfnuð sinn í
Sviss, gera opinbert hver hann í raun og
veru var. Þegar kom að dauðanum hef-
ur honum einhvem veginn fundist kom-
ið nóg af þessari aðdáun sem hann
naut. Hann vissi sjálfur að hann var
bara eins og við öll, syndugur maður,
allslaus og berskjaldaður gagnvart
Guði.
Það halda margir að ég hafi samið
þetta leikrit af því að ég vildi velta fyrir
mér spurningunni um samkynhneigða
og trú, en það var ekki það fyrst og
fremst sem vakti fyrir mér. En mér hef-
ur þótt óskaplega vænt um að fólk úr
félagsskapnum Samtökunum '78 hefur
komið á sýninguna og verið mjög hrifið.
í leikritinu læt ég eina persónuna
spyrja: „Er bannað að vera hommi ef
maður er prestur?" Hvað sagði Jesús
um þetta? Hann sagði: „Ég kom ekki til
þess að dæma heiminn, ég kom til þess
að frelsa heiminn." Þetta er það eina