Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 23
Þungamiðja kristninnar hefur flust frá
Vesturlöndum til hins svokallaða priðja heims.
Árið 1960 bjuggu 2\3 allra kristinna manna á
Vesturlöndum en nú hefur petta snúist við og
a.m.k. 2\3 kristinna manna býr í priðja heiminum
um pessar mundir. Sífellt er verið að stofna kristni-
boðshreyfingar íhinum ungu kirkjum sem eru
ávextir starfs vestrænna kristniboða.
sitt alvarlega til þess að kristniboðs-
starfið geti haldið áfram, en lítið eða
ekkert var fjallað um hvernig fara ætti
að þessu eða hvað gera þyrfti. Sem sagt,
ágæt ráðstefna sem leiddi ekki til at-
hafna. Hugtakið kristniboð var skil-
greint svo vítt að í rauninni var allt sem
kirkjan gerir kallað kristniboð og hið
sértæka kristniboð, það að fara með
fagnaðarerindið til annarrar menningar,
varð mjög óljóst.
Pretoría 1997
Seinni ráðstefnan, sem Torbom gerði að
umtalsefni, var haldin á vegum AD
2000 and Beyond hreyfingarinnar (Árið
2000 eftir Krist og síðar - hreyfingin) og
var kölluð GCOWE 97 eða Global Con-
ference on World Evangelization 97 (Al-
þjóðaráðstefna um alheimskristniboð
'97). Þátttakendur voru um 4.000 frá
135 löndum. AD 2000 hreyflngin er eins
konar framhald Lausanne hreyfingar-
innar sem Billy Graham og fleiri góðir
menn höfðu forystu um að stofna.
Markmið beggja hreyfinganna hefur ver-
ið að vinna að eflingu kristniboðs á
meðal þeirra þjóða þar sem kristni er
lítið eða ekkert þekkt. Ráðstefnan í
Pretoríu var vinnuráðstefna þar sem
umfjöllunarefnið var hvemig gera mætti
framtíðarsýn margra kristinna manna
að veruleika: „Kirkja á meðal allra þjóða
og fagnaðarerindið til allra manna fyrir
árið 2000.“
Draumurinn getur ræst
Að mati Torbjoms er ártalið 2000 auka-
atriði og e.t.v. er óraunsætt að ætla að
draumurinn verði að veruleika svo fljótt
en aldrei fyrr í sögunni hafa kristnir
menn haft eins mikla möguleika til að
ná til annarra þjóða og nú, í gegnum út-
varp og sjónvarp, tölvur og prentað mál.
Ef til vill gæti þetta orðið að vemleika í
okkar kynslóð, t.d. eftir 20 ár. Síðustu
45 árin hefur Biblían eða hlutar hennar
verið þýdd á lleiri tungumál en frá dög-
um Krists til ársins 1950 samanlagt. Nú
hefur Biblían eða hlutar hennar alls
verið þýdd á 2.167 tungumál og 1.600
þýðingarverkefni em í gangi og 1.000 til
viðbótar em í athugun.
Þungamiðja kristninnar hefur ilust frá
Vesturlöndum til hins svokallaða þriðja
heims. Árið 1960 bjuggu 2/3 allra krist-
inna manna á Vesturlöndum en nú hef-
ur þetta snúist við og a.m.k. 2/3 krist-
inna manna búa í þriðja heiminum um
þessar mundir. Sífellt er verið að stofna
kristniboðshreyfingar í hinum ungu
kirkjum sem eru ávextir starfs vest-
rænna kristniboða. Vöxturinn í þessu
starfl er slíkur að árið 1970 vom næst-
um engir kristniboðar sendir frá kirkjum
þriðja heimsins en á þessu ári senda
kirkjur þriðja heimsins álíka marga
kristniboða og kirkjur Vesturlanda. Um
aldamótin 2000 er talið að kirkjur Vest-
urlanda muni senda um 120.000
kristniboða en kirkjur þriðja heimsins
um 160.000. Þau lönd í þriðja heimin-
um, sem senda flesta kristniboða, eru
Brasilía, Nígería og Suður-Kórea.
Þessi tilfærsla á þungamiðju kirkj-
unnar sást vel á ráðstefnunni í Pretoriu
en þá voru aðeins 20% þátttakenda frá
Vesturlöndum, 60% voru frá Afríku en
hinir voru frá Suður-Ameríku og Asíu.
Með öðrum orðum, kristniboð er ekki
lengur málefni kristinna Vesturlanda-
búa heldur allra kristinna manna. Guð
hefur reist upp nýtt kristniboðsfólk í
þriðja heiminum sem þráir að ná þeim
þjóðum heimsbyggðarinnar sem enn
hafa ekki fengið fagnaðarerindið um
Jesú Krist - í okkar kynslóð.
Síðustu tíu árin hefur mikið starf ver-
ið unnið við að afla upplýsinga um út-
breiðslu fagnaðarerindisins og stöðu
kristninnar meðal þjóðanna. Gengið
hefur verið út frá þeirri skilgreiningu að
þjóð sé menningarheild sem talar sama
tungumál. Samkvæmt henni búa um
12.000 þjóðir á jarðarkringlunni. Talið
er að enn sé ekki búið að ná til 2.000
þeirra. Samkvæmt því eru minna en 2%
þeirra sem tilheyra þeim mótmælendur
eða minna en 5% nafnkristnir.
Á ráðstefnunni í Pretoriu var lagður
fram listi 579 þjóða sem ekkert kristi-
legt starf er unnið á meðal og ekki vitað
til að nein áform séu uppi um að hefja
þar starf. Ráðstefnugestir voru beðnir
um að taka einhverjar þessara þjóða að
sér og reyna að fá kirkjuleiðtogana
heima eða stjómir kristniboðsfélanna til
að skuldbinda sig til að hefja starf á
meðal þeirra. Loforð vom gefin um að
reyna að hjálpa a.m.k. 400 þjóðum. Lof-
orðin komu fýrst og fremst frá kirkjum
þriðja heimsins.
Verðum við gerendur eða áhorfendur?
Til þess að fagnaðarerindið nái út til
allra þeirra þjóða, sem enn hafa litinn
eða engan kristinn vitnisburð, verðum
við kristið fólk á Vesturlöndum að auka
samstarfið við hinar nýju kristniboðs-
hreyfingar í þriðja heiminum og finna
góðar og ef til vill nýjar leiðir til þess.
Ekki er nokkur vafi á að kristniboðs-
skipunin verður framkvæmd þvi að hún
er skipun frá Guði (Mark. 13,10) og
hann vakir yfir henni. Spurningin er
hins vegar hvort kristnir menn á Vest-
urlöndum, ísland með talið, verði áhorf-
endur eða þátttakendur. Við verðum af
mikilli blessun ef við verðum ekki þátt-
takendur.
Kjartan Jónsson er íramkvæmdastjóri S.Í.K.