Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 24
Sojoumer Tmth var merkileg kona. Hún fæddist í New York og foreldrar hennar vom þrælar en nafn hennar var upphaflega Isabella Baumfree. Hún fékk ekki frelsi undan ánauðinni fyrr en hún var orðin fullorðin og móðir þrettán bama en flest böm henn- ar vom seld mansali. Árið 1843 fékk Isabella vitmn og upp frá þvi tók hún sér nafnið Sojourner 'l'ruth*. Hún var í meþódistakirkjunni og gerðist farandprédikari á vegum hennar. Sojourner var skarp- greind kona, einlægur lærisveinn Krists og varð þeim fljótt þymir í augum sem voru fylgjandi þrælahaldi. Hún snerti við mörgum á kvennaráðstefnu í Akron í Ohio árið 1851 þegar hún flutti þar ræðu sem sumir segja að sé ein áhrifamesta ræða sem skrásett hafi verið. Á það skal þó bent að ævisöguritarar Sojourner hafa ekki verið á einu máli um hversu áreiðanlegar heimildimar fyrir ræðunni séu, en sú útgáfa ræðunnar, sem best er þekkt, er höfð eftir Frances Gage, forseta kvennaráðstefnunnar. Aðeins með örfáum orðum gat Sojoumer Tmth beitt sér af hörku gegn þrælahaldi og kynjamisrétti en prédikað um leið um vald kær- leika Jesú Krists. Ræðan, sem hér fer á eftir, ber yfirskriftina „Ain’t I a woman?" eða „Er ég ekki kona?“ en hún hefur verið stytt lítillega til að falla betur að rituðu máli. „Jæja, bömin góð. Miðað við öll lætin þá hlýtur eitthvað að vera í ólagi. Ég held að þetta tal um réttindi hjá blökkumönnum í suðri og meðal kvenna í norðri muni brátt koma hvítu körlunum í vandræði. En hvað skyldu þeir hafa til málanna að leggja? Einn segir að karlar eigi að hjálpa konum upp í hestvagna, bera þær yflr skurði og veita þeim allt það besta. Enginn hefur nokkru sinni hjálpað mér upp í hestvagn eða yflr dmllupolla eða veitt mér allt það besta! Og er ég ekki kona? Lítið bara á mig! Lítið á handlegg- inn á mér! Ég hef plægt, gróðursett og safnað í hlöður og enginn karl- maður stóðst mér snúning! Og er ég ekki kona? Ég gat unnið og borðað eins mikið og karlmaður, þegar það bauðst, og tekið svipu- höggum líka! Og er ég ekki kona? Ég hef fætt þrettán börn inn í þennan heim og séð þau flest seld í burtu frá mér til þrælkunar og þegar ég hrópaði upp yfir mig af harmi heyrði það enginn nema Jesús! Og er ég ekki kona? Svo em þeir alltaf að tala um þetta þama í höfðinu, æ, hvað kalla þeir það nú aftur? (Einhver áheyrenda hvíslar: „Vitsmunir.’j Einmitt, elskan mín. Hvað hefur það að gera með réttindi kvenna eða blökku- manna að gera? Ef þú átt lítrakönnu fulla en ég hálf-tóma, væri það þá ekki ljótt af þér að fylla ekki litlu könnuna mína? Svo þessi litli, svartklæddi þama, hann segir að konur megi ekki fá sömu réttindi og karlar því Kristur hafi ekki verið kona! Hvaðan kom Kristur? Hvaðan kom Kristur? Frá Guði og konu! Karlmaður kom þar hvergi nærri. Ef íyrsta konan, sem Guð skapaði, var nógu öflug til að setja allan heiminn á hvolf alein og óstudd þá ættu þessar konur, ef þær sam- eina krafta sína, að geta lagað til og komið heiminum á réttan kjöl aftur! Og nú biðja konur um tækifæri og eins gott fyrir karlana að veita þeim það. Ég er þakklát fyrir að þið vilduð hlusta á mig og nú hefur hún Sojoumer gamla ekki meira að segja.“ Þýðing: GKB. Þýtt meö leyfi. Birtist fyrst í Cornerstone Magazine, Copyright© 1997 Cornerstone Communications, Inc. * „To sojOurn" merkir að dvelja í skamman tíma, gjarna notað um útlegö Israelsmanna í Egyptalandi (The Israelites sojourned in Egypt). Því mætti þýöa nafnið Sojourner Truth sem Útlagi Sannleikur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.