Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Síða 26

Bjarmi - 01.05.1998, Síða 26
Lilja S. Kristjánsdóttir Sálmurinn minn: Dauðinn dó en litið lifir egar ritnefnd Bjarma mælt- ist til þess að ég nefndi ein- hvem sálm, sem væri mér kær, og skrifaði nokkur orð um hann í blaðið var ég í dálitlum vanda. Mér þykir mjög vænt um marga sálma. Ýmsa þeirra kann ég frá barnæsku. Ég ólst upp við sálma- lestur og söng og lærði þá auk þess sem bænavers að kvöldi eða morgni dags. Á Lilja S. Kristjánsdottir langri ævi hefur þessi sálmafjársjóður fylgt mér, blessað mig og veitt styrk og oft í daglegu lífi verið uppspretta gleði og þakklætis. Á föstunni og reyndar allt árið eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar mér hugstæðir. Einnig ýmsir páska- sálmar. Ég raula þá oft og einn þeirra hef ég valið til söngs við kistulagningu og útför náinna ástvina. Það er sálmur- inn: Dauðinn dó en lífið lifir, eftir skáld- ið Helga Hálfdánarson, íyrmm forstöðu- mann gamla Prestaskólans. Frá hendi hans eigum við marga aðra dýrgripi í sálmabók íslensku kirkjunnar. Þessi páskasálmur sýnir mér kjarna kristindómsins. Hann boðar þau sann- indi, þann dýrlega fagnaðarboðskap, sem trú mín og sáluhjálp er byggð á. Þetta er gert á svo einfaldan hátt að strax í bemsku hreifst ég af efni hans. Þó að ég væri að sögn gott bam vissi ég að ég var syndari sem þurfti á náð Guðs að halda. Enda komst ég snemma að raun um syndugt eðli mitt. Með ámn- um og með lestri Guðs orðs hefur mér skilist æ betur að án Jesú á ég engan þegnrétt í ríki Guðs. í Rómveijabréfinu boðar Páll okkur að laun syndarinnar sé dauði. Björgun mín úr þeim háska er frelsarinn og fórnar- dauði hans á krossinum á Golgata. í fyrra bréfi sínu segir Pétur postuli: „Hann bar sjálfur sjmdir vorar á líkama sínum upp á tréð til þess að vér skyld- um deyja frá syndunum og lifa réttlæt- inu.“ Og hann bætir við: „Fyrir hans benjar emð þér læknaðir.“ í sálmi sínum minnir Helgi Hálfdánarson okkur á þetta allt. Dauðinn dó en hann, sem er upp- risan og lífið, lifir. Lífið sanna ljær okkur sigurskjöld mót dauða. Dauðinn grand- ar okkur ekki heldur er hann neyddur til að færa okkur dýrðarlíf heima hjá Drottni þvi að hann, sem reis með dýrð frá dauða, duft upp lætur rísa mitt. Dauðinn er þannig uppsvelgdur í sigur. Jesús er sigurvegarinn og hann gefur okkur krónu lífsins. Þótt dauðinn komi, þótt hann æði og hræði, getur hann ekki grandað bömum Guðs því að vald hans er brotið. Jesús, sem dó á krossi, gekk lifandi út úr gröf sinni. Hann birtist vin- um sínum, mataðist með þeim, áminnti þá og uppfræddi. Síðan sendi hann þá út til að segja frá þvi sem þeir höfðu séð og heyrt. Lærisveinamir, sem fyrst eftir dauða Jesú vom óttaslegnir og lokuðu sig inni, eignuðust nýjan kraft til að geta með djörfung flutt og skráð fagnaðarer- indið um upprisinn frelsara. Þessi gleðiboðskapur og sú fullvissa, sem við eigum í hjarta, er okkur án efa dýrmætust þegar við stöndum við opna gröf látins ástvinar. Einmitt þá, þegar söknuðurinn er sárastur, getum við í trú á upprisinn frelsara okkar og fyrirheit hans tekið undir með Páli postula þar sem hann ritar í fyrra Korintubréfi 15. kafla: „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!" Þessum páskasálmi Helga Hálfdánar- sonar lýkur með einlægri bæn um að fá allt til enda að varðveita trúna. í því sambandi kemur mér í hug gömul minn- ing frá námsámm mínum í biblíuskóla Heimatrúboðsins í Osló. Við vorum í kennslustund hjá Hans Edvard Wisloff sem þá var framkvæmdastjóri hreyfing- arinnar en síðar biskup í Norður-Noregi. í seinni heimsstyrjöldinni, þegar nasistar höfðu lagt Noreg undir sig, sat hann um tíma í fangelsi. Vegna djörfungar sinnar og baráttu fyrir kristindómnum var hann þá dæmdur til dauða og aftökudagurinn ákveðinn þó að dómnum yrði ekki full- nægt. Hinn lífsreyndi maður, sem var þó ekki gamall að árum, áminnti okkur mjög um að biðja fyrir andlátsstund okk- ar svo að við mættum eiga ró og frið í hjarta og gætum jafnframt sýnt öðrum hvers virði trúin á Jesú Krist væri á mestu örlagastund lífsins þegar dauðinn reyndi að æða og hræða. Ég tók þessi orð hins mæta manns til greina. Á liðnum árum hef ég oft tekið mér í munn lokaorð skáldsins í sálmin- um og beðið: Lát mig þreyja þér og deyja, þrá mín heit og bæn er sú. Lilja S. Kristjánsdóttir er húsmóðir.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.