Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Síða 29

Bjarmi - 01.05.1998, Síða 29
9t Á góðri stund í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju til okkar, eru úr 8.-10. bekk en þau hafa að jafnaði verið 10 - 14 á fundun- um. Sum þeirra sem við fáum til okkar núna eru systkini þeirra sem voru með þegar starfið hófst, þannig að eldri systkinin hafa gjama mælt með starfinu við þau yngri.“ Hvaðfer fram áfundunum hjá ykkur? „Yfirleitt það sama og gerist í kristi- legu unglingastarfi. Öðru hverju eru skemmtiatriði svo sem leikir eða leikrit. Við syngjum mikið, ræðum málin og svo höfum við alltaf hugleiðingu út frá Guðs orði í lok fundarins. Við reynum að virkja krakkana sjálfa sem mest. Mark- mið okkar er að ala upp sterka leiðtoga sem mögulega gætu haldið utan um starfið og að það verði með tímanum að mestu leyti sjálfbært." Starfið í Ólafsvík er undir merlcjum kirkjunnar og KFUM og K en meðal ung- linganna heitir það KSS. Hvemig stendur á því? ',,Jú, það er rétt að kirkjan í Ólafsvík og Landssamband KFUM og K hafa bor- ið allan kostnað af starfmu frá því það hófst. Við, sem störfum, erum öll sjálfboðaliðar svo mestur hluti kostnað- arins er fólginn í að ferðast milli Ólafs- víkur og Reykjavikur, auk matarkostn- aðar. En varðandi KSS nafngiftina þá var það svo í upphaíi að staríið var kall- að KFUM og K. En vegna þess að við, sem stóðum að starfinu, komum öll úr KSS í Reykjavík töluðu unglingamir um að KSS-krakkarnir væru að koma og smám saman fékk starfíð nafnið KSS í Ólafsvík. í fyrstu reyndum við að leið- rétta þetta en að betur athuguðu máli þá var þetta í raun mun sniðugra. Ung- lingar í Ólafsvik geta ekki sótt fram- haldsskóla í sinni heimabyggð, nema fyrsta árið, svo mörg þeirra fara til frek- ari menntunar í Reykjavík. Hvorkl kirkj- an né KFUM og K bjóða upp á kristilegt starf fyrir aldurinn 16-20 ára en Kristi- leg skólasamtök (KSS) er nákvæmlega íyrir þann aldur. Því fannst okkur mik- ilvægt að KSS hljómaði kunnuglega í eyrum þeirra og þau vissu að hverju þau gengju með því að fara í KSS.“ Fagnaðarerindið drífur okkur áfram Er þetta ekki erfitt, þreytandi og hættu- legt að fara vestur um hávetur? „Auðvitað getur það verið þreytandi en þetta er umfram allt gefandi. Við vit- um að margir biðja fyrir okkur, bæði í Ólafsvík og í Reykjavík. Við biðjum stöðugt fyrir þessu starfi sjálf. Við höf- um bænastund áður en við leggjum af stað, á leiðinni, þegar við erum komin á staðinn og áður en fundir hefjast. Við höfum fundið það svo oft að Guð hefur verndað okkur á leiðinni. Einhverju sinni fórum við Haraldur af stað þó út- varpið hafi lýst leiðina ófæra. Á leiðinni bilaði bíllinn lítillega uppi á miðri heiði þannig að við komumst hvergi, sem var kannski eins gott. Veghefill frá vega- gerðinni tók okkur í tog um leið og hann ruddi veginn. Skaflarnir, sem hann fór í gegnum, voru sumir mann- hæðarháir þannig að við hefðum aldrei komist til Ólafsvíkur upp á eigin spýtur. Starfið í Ólafsvík hefur verið okkur mik- ill skóli og dýrmæt reynsla. Ég vil samt taka það fram að það er ekki ævintýra- þrá sem rekur okkur áfram, heldur langar okkur umfram allt að fagnaðar- erindið um Jesú Krist fái að heyrast sem víðast. Við lítum á það sem köllun okkar að boða það í Ólafsvík," sagði Baldur að lokum. Guðmundur Karl Brynjarsson er skólaprestur.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.