Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Síða 30

Bjarmi - 01.05.1998, Síða 30
Eiður Eiðsson Athugasemdir við greinina „Ekki er allt gull sem gldir“ sem Gfsli Friðgeirsson skrifaði f sfðasta tölublað Bjarma Isíðasta hefti Bjarma birtist grein með þessari fyrirsögn þar sem fjallað var um svonefnda trúar- hreyflngu og varað við henni sem villutrú í dulargervi nýrrar guðfræði sem gegnsýrð væri af nýaldarfræðum og öðrum annarlegum kenningum. Frá- sögnin hefur eflaust ýtt við mörgum um að gæta sín á slíku fólki og þá var til- ganginum náð. Við vitum að á síðustu tímum munu falsspámenn risa upp og afvegaleiða marga, jafnvel kristið fólk, sbr. 1. Tim. 4.1. Að mínum dómi gefur þessi grein því miður ekki rétta mynd af því sem hún á að fjalla um og það hryggir mig og fleiri sem vour undrandi yfir henni. Tveir aðilar voru nefndir sem dæmi um viðsjárverðar trúarhreyfingar: Rhema Bible Church, Tulsa, Oklahoma (Kenneth Hagin) og Livets Ord, Uppsala (Ulf Ekman) i Sviþjóð. Það vill svo til að ég þekki persónulega til beggja aðila. Tvisvar hefi ég heimsótt Rhema kirkj- una og biblíuskólann í Tulsa og var stórlega blessaður vegna þess kærleik- sanda sem þar er auðfundinn. Bækum- ar hans Hagin gamla hafa verið mér fjársjóður í a.m.k. 25 ár. Kenneth Hagin eldri byrjaði þjónustu sína sem trúboði og prestur hjá ýmsum söfnuðum baptista o.fl. árið 1934. Rhema Bible Training Center í Tulsa var stofnsett árið 1974. Nemendur skipta nú mörg- um þúsundum, karlar og konur sem hafa fengið kennslu um sigrandi trú, réttlætinguna í Jesú Kristi, náðargjafir og þjónustur Heilags anda, ýmsar hliðar bænalífsins, lögmálið að sá og upp- skera, þýðingu Jesú nafns og um anda, sál og líkama okkar svo nokkuð sé nefnt. Fyrir mér er þetta starf blessun frá Guði, gjöf til kristinnar kirkju. Ávöxturinn sannar það. Tökum sem dæmi Rhema kirkjuna í Jóhannesar- borg í Suður-Afriku. Hún er mjög fjöl- menn. Þúsundir hvítra, svartra og brúnna hafa lofsungið Drottni hlið við hlið vikulega á tímum harðrar og kaldr- ar aðskilnaðarstefnu. Nýlega heimsótti forseti landsins, Nelson Mandela, söfn- uðinn og þakkaði sérstaklega framlag hans og bænir. Söfnuðurinn nýtur svo mikils álits að forstöðumaður hans, Ray McCauley, sem er mikill höfðingi, hefur oft verið kallaður til hjálpar af forseta og rikisstjóm Suður-Afríku til að biðja fyrir landinu. Margir íslendingar hafa dvalið þarna og numið í biblíuskóla þessarar kirkju. Spyrjið þau hvort þau hafi lent í villuljósi. (Nema þau séu ekki dómbær lengur!) Ég gæti nefnt marga yndislega söfn- uði og þjónustur, sem tengjast trúar- hreyfingunni, en plássið leyfir það ekki. Að mínum dómi gefur pessi grein pví miður ekki rétta mynd af pví sem hún áaðfjalla umogpað hryggir mig ogfleiri sem voru undrandi yfir henni. Trúarhreyfing er samheiti fyrir stóran kirkjugeira sem auðvitað er mismun- andi að gerð og gæðum. Sameiginleg er opinberunin um hver Guð er og hver staða hins kristna er í honum, hver óvinurinn er og hvaða vopn Jesús hefur gefið til að vinna verk hans sem er að vinna fólk til trúar á hann eins og Heil- agur andi leiðir. Hvað er svo um Livets Ord í Svíþjóð að segja? Það hefur nú heldur betur gustað um þann trúar- söfnuð. Mér finnst eiga vel við það sem stendur í Post. 28.22 .en það er oss kunnugt um flokk þennan, að honum er alls staðar mótmælt." Stofnandi safn- aðarins og forstöðumaður, Ulf Ekman, hefur sannarlega fengið að kynnast of- sóknum. Ulf vígðist til prests í sænsku kirkjunni (Svenska kyrkan) árið 1979 og starfaði sem skólaprestur innan SESG (hliðstætt KSS/KSF) í nokkur ár, nam við Rhema í Tulsa eitt ár með konu sinni Birgittu sem er dóttir Sten Nilson fyrrum kristniboða í Indlandi. Eftir heimkomuna var stofnaður bibliuskóli og söfnuður árið 1983. Nemendur urðu 200 strax fyrsta veturinn en í dag eru þeir orðnir yfir 6 þúsund, þaraf um 60 íslendingar sem flestir hafa verið mjög vlrkir í söfnuðum hér heima og erlendis. Sjálfur var ég 2 ár í skólanum árin 1988 - 1990 og hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu. Það er vitnisburður minn og annarra sem kynnst hafa Livets Ord að þar er lifandi og sterkur söfnuður að verki. Eins og mörgum er kunnugt eru Uppsalir mikill skólabær með þremur háskólum (Livets Ord rekur einn þeirra). Margir íslenskir námsmenn

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.