Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 6
Hvernig tengjast þau trúarlegu verk, sem
þú hejur unnið, þinni trú?
Fyrir það fyrsta er ég kristinn og það
sakar ekki að geta þess að ég var strax
sem barn mjög trúaður og þótti t.d.
ákaflega gaman að kristnum fræðum í
skóla. Frásögumar af Jesú sem gekk um
og gerði góðverk og dæmisögur hans
snertu mig mikið. Um tvítugt varð ég aft-
ur á móti heillaður af vísindum, tækni
og efnishyggju. Þegar ég fór að lesa
meira um vísindalegar kröfur og sann-
anir. mikilvægi þess að færa rök fyrir öll-
um hlutum og hvernig varað var við að
taka mark á hjátrú og hindurvitnum
dofnaði trúartilfinningin um stund.
Jesús Kristur hvarf þó aldrei úr huga
mér. Listnám mitt og lífsreynsla mótuðu
hins vegar trúarvitund mína mjög á ný.
Listasagan og fagurfræðilegar rannsókn-
ir mínar á listfjársjóðum þjóða vítt og
breytt um lönd og álfur hafa styrkt
þessa tilfinningu og gefið listsköpun
minni meiri dýpt. Listamaður er blanda
af skáldi og vísindamanni, - manni sem
leitast við að spegla flókna fjölvídda ver-
öld í verkum sínum. Vísindin eru mér oft
kveikja og lyftiafl sköpunar myndverka
með trúarlegu inntaki. í þessu sköpun-
arferli gilda ekki lögmál þekktra vísinda,
heldur eru hér þau öfl að verki sem
tengjast öðrum og meiri víddum og verða
seint eða aldrei skilgreind. Ég lít ekki á
vísindi og trú sem andstæður heldur
sem tvo fleti sama veruleika þar sem
listin býr á þriðja fletinum og varpar
guðlegum ljóma sínum og töfrum inn í
veröld mannsins, - hjarta hans og sál. í
þessum skurðpunkti mætast vísinda-
hyggja mín, trú og lífsviðhorf.
Skiptir trúin þig þá rniklu máli í daglegu lífi?
Já, hún snertir djúpt viðhorf mitt til
lífsins, samfélags þjóða heims og eigin
stöðu í veröldinni. Hún er að stórum
hluta grundvöllur alls mats á velferð
manna, hamingju þeirra og þroska -
mannvirðingunni. Ég er ekki kirkjuræk-
inn maður en ég rækta trú mína í list-
sköpunar- og kennslustörfum mínum.
Einnig í faðmi fjölskyldunnar. Kristur er
mér mjög hugstæður svo og María móðir
hans. Þau hafa vaxið sem græðandi ljós
og kraftur í vitund minni og sérhver
dagur er ljós af þeirra ljósi.
Ertu í verkum þínum að boða trú eða
leiða til íhugunar um trúarleg sannindi?
Ég er fyrst og fremst að íhuga þessi
trúarlegu sannindi sjálfur og hvetja aðra
til að gera slíkt hið sama. Hér hef ég
kirkjuverk mín í huga, þ.e. altarisverk
úr mósaík og steinda glugga.
Myndverk í kirkju flytja þögla, trú-
fræðilega predikun í listrænni formgerð
sinni. í gluggamyndum mínum tengist
litaval og táknfræðiþættir bæði helgisið-
um kirkjunnar og fagurfræðilegum þátt-
um myndlistar. Hrynjandin í breytilegri
birtu dags og nætur gefur verkunum sí-
kvikt líf og magnar þá dulúð sem tengist
trúarinntaki þeirra. Kirkjugluggi er tákn
heilags anda, farvegur ljóssins inn í
helgidóminn og hjörtu mannanna. Ljós-
ið er ígildi guðdómsins og tengir innri og
ytri veruleika mannsins.
Benedikt Gunnarsson, listmálari, lýsir Maríumynd sinni í Háteigskirkju.
iwininm